Klaufskasti lundi sögunnar?

Lundinn með fjöðrina sína.
Lundinn með fjöðrina sína. Skjáskot/Youtube

Það er mikið á sig lagt til að gera í haginn fyrir afkvæmin áður en þau koma í heiminn. Lundi einn var ekki á þeim buxunum að gefast upp við að koma fjöður ofan í holuna sína. Hann reyndi ýmsar aðferðir og fékk m.a. hvatningu frá félaga sínum.

Vinnan bar að lokum árangur því eftir níu langar mínútur kom þessi duglegi lundi fjöðrinni loks ofan í holuna sína þar sem hann var að undirbúa hreiðrið fyrir ungana. Það má því segja að hann sé ekki klaufskasti lundi sögunnar heldur sá þrjóskasti.

Myndskeiðið af þessari lífsbaráttu lundans tók náttúruljósmyndarinn Josh Jaggard og í samtali við mbl.is segir hann að myndskeiðið hafi verið tekið á Hjaltlandseyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert