Bát með flóttamönnum hvolfdi

Á síðasta ári drukknuðu yfir 6.600 manns í Miðjarðarhafinu. Líklegt …
Á síðasta ári drukknuðu yfir 6.600 manns í Miðjarðarhafinu. Líklegt er talið að fjöldinn verði meiri í ár. AFP

Að minnsta kosti 29 drukknuðu er bát hvolfdi undan ströndum Egyptalands í dag. Um borð í bátnum voru um 600 farþegar. Um 150 þeirra hefur verið bjargað úr sjónum samkvæmt frétt BBC.

Sífellt fleiri sem neyðast til að flýja heimalönd sín koma nú til Egyptalands og flýja þaðan til Evrópu.

Í bátnum sem hvolfdi í dag voru m.a. Egyptar, Súdanar og Sýrlendingar. Ekki er ljóst hver áfangastaður fólksins átti að vera en líklegt er talið að það hafi ætlað að koma að landi á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert