Ná yfirráðum á kostnað mannslífa

Kona með lík barnsins síns í Aleppo.
Kona með lík barnsins síns í Aleppo. AFP

Sýrlenski stjórnarherinn náði yfirráðum yfir hverfi Aleppo-borgar sem hefur verið undir stjórn uppreisnarmanna. Ekkert lát er á árásum í borginni þar sem 250 þúsund íbúar eru í lífshættu.

Samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar innan úr sýrlenska hernum hefur herinn náð völdum í Farafira-hverfinu í norðausturhluta borgarinnar. Fjölmargir uppreisnarmenn voru felldir í árásinni. 

Varað er við myndum sem fylgja fréttinni en þær eru allar teknar í Aleppo og nágrenni síðustu daga og eru sá veruleiki sem íbúarnir búa við.

Loftárárásir sýrlenska hersins með stuðningi rússneska flughersins hefur kostað fjölmargar borgarbúa lífið undanfarna daga. Rawan Alowsh er fimm ára en henni var bjargað undan húsarústum í gær er björgunarmönnum tókst að draga hana út á hárinu. Milljónir sýrlenskra barna eru fórnarlömb stríðsins.

Sendiherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að árásirnar undanfarna daga hafa sett af stað enn eitt helvítið fyrir borgarbúa í Aleppo og segir hann þær ekkert annað en stríðsglæpi. Um helmingur þeirra sem hafa fengið læknisaðstoð undanfarna daga vegna áverka sem þeir hafa fengið eru börn. Þar sem sjúkrahús borgarinnar hafa hvorki mannskap né búnað til þess að taka á móti öllu þessu fólki þá liggja börn og fullorðnir eins og hráviði á gólfum sjúkrahúsa. Þar bíður þeirra dauðinn, segir í frétt BBC.

Rawan Alowsh lifði af en öll fjölskylda hennar lést, þar á meðal fjögur systkini hennar.

Framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg, segir að árásirnar á Aleppo séu siðferðislega óásættanlegar og að alþjóðleg lög séu þverbrotin þar. Hvetur hann Rússa til þess að taka þátt í því að koma vopnahléi á að nýju.

Stoltenberg segir að ofbeldið í Aleppo sem og árásin á bílalest SÞ hafi snert alla í heiminum. Hann nefnir hvorki stjórnvöld í Sýrland né Rússa á nafn þegar hann ræddi um allar loftárásirnar og árásina á bílalestina en hann lét ummælin falla þegar vesturveldin gagnrýndu Rússa fyrir að taka þátt í ofbeldinu og Bandaríkin saka Rússa um villimennsku. Bretar og Frakkar hika ekki við að tala um stríðsglæpi þegar kemur að árásum stjórnarhersins með dyggum stuðningi Rússa. 

AFP
Beðið eftir læknishjálp í Aleppo.
Beðið eftir læknishjálp í Aleppo. AFP
Það eru saklausir almennir borgarar sem eru fórnarlömbin.
Það eru saklausir almennir borgarar sem eru fórnarlömbin. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert