Abbas í jarðaför Peres

Mahmud Abbas mætir í jarðaför Shimon Peres og hittir þar …
Mahmud Abbas mætir í jarðaför Shimon Peres og hittir þar Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels. AFP

Forseti Palestínu, Mahmud Abbas, verður viðstaddur jarðaför Shimon Peres, fyrrverandi forseta Ísrael og Nóbelsverðlaunahafa. Í jarðaförinni sem verður gerð á föstudaginn nk. mun Abbas hitta fjölmarga þjóðarleiðtoga. Þeirra á meðal verður Barack Obama forseti Bandaríkjanna. AFP greinir frá. 

Íraelska varnarmálaráðuneytið segir að Abbas hafi óskað eftir því að fá að vera viðstaddur. Þetta sætir tíðindum því margir Palestínubúar hafa sýnt vanþóknun á Peres, eftir lát hans og sagt hann hafa verið „stríðsglæpamann“. Abbas segir Peres hafa verið  „hugrakkan“ talsmann friðar og jafnframt sendi hann fjölskyldu Peres samúðarkveðju.  

Frétt mbl.is: Peres: Hetja eða stríðsglæpamaður

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hefur óskað eftir viðræðum við Abbas. Palestínumenn segja hins vegar að áralangar viðræður við Ísraelsmenn hafa ekki bundið enda í hernám Vesturbakkans. 

Viðvera Abbas í jarðaförinni markar tímamót því friðarviðræður milli Ísraels og Palestínu voru síðast í apríl árið 2014.  

Shimon Peres, fyrr­ver­andi for­seti og for­sæt­is­ráðherra Ísra­els lést , 93 ára að aldri. Peres, sem hlaut friðar­verðlaun Nó­bels 1994 fékk al­var­legt hjarta­áfall fyr­ir hálf­um mánuði. Hann hafði verið á bata­vegi und­an­farna viku, þar til hon­um hrakaði á ný og hann lést. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert