Bandaríkjaher á leið til Noregs?

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ashton Carter, ásamt norska kollega sínum Ine Marie …
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Ashton Carter, ásamt norska kollega sínum Ine Marie Eriksen Soreide, á flugvellinum í Bodø um helgina. AFP

Norska dagblaðið Adresseavisen greinir frá því í dag að þrjú hundruð bandarískir landgönguliðar gætu brátt haft viðveru í Værnes-herstöðinni nærri Þrándheimi, um þúsund kílómetrum frá landamærum Noregs og Rússlands.

Heimildir blaðsins innan norska varnarmálaráðuneytisins herma þá að áætlanir um þetta hafi verið í bígerð um þó nokkurt skeið.

Norska varnarmálaráðuneytið hefur nú staðfest í tilkynningu að heryfirvöld beggja ríkja hafi rætt möguleikann á að koma fyrir bandarískum hermönnum í Noregi. Segir ráðuneytið að innkoma hermannanna yrði hluti af víðtækara fyrirkomulagi sem uppfylla myndi „langþráðan draum Bandaríkjanna.“

Norska ríkissjónvarpið vísar á vef sínum í frétt Adresseavisen um málið. Sjá má staðsetningu herstöðvarinnar hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert