Fordæma aðgerðir Rússa í Sýrlandi

Ástandið í Aleppo er hræðilegt.
Ástandið í Aleppo er hræðilegt. AFP

Leiðtogar Frakklands og Þýskalands réðust að Vladimir Putin, forseta Rússlands, vegna sprengjuregns Rússa í Aleppo í Sýrlandi.

Francois Hollande, forseti Frakklands, sagði að um stríðsglæpi væri að ræða.

„Það sem á sér stað í Aleppo eru stríðsglæpir. Sprengjuregnið er skipulagt en Rússarnir verða að hætta,“ sagði Hollande eftir fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Merkel fordæmdi árásirnar og sagði þær „ómannúðlegar og grimmar.“

Sprengjuregni Rússa og Sýr­lands­hers á borg­ina Al­eppo lauk tíma­bundið í gær. Talsmaður ríkisstjórnar Rússlands sagði vopnahléið merki um „góðvild“ þeirra. Putin sagði að hægt væri að lengja vopnahléið „eins lengi og mögulegt væri.“

Merkel og Hollande.
Merkel og Hollande. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert