Kominn tími til að kveðja Bandaríkjamenn

Rodrigo Duterte og Xi Jinping takast í hendur.
Rodrigo Duterte og Xi Jinping takast í hendur.

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, og Xi Jinping, forseti Kína, hétu því að auka traust og samskipti á milli landanna í dag í Kína.

Xi sagði að löndin væru góðir grannar en Duterte er í fjögurra daga opinberri heimsókn í Kína. Duterte reynir að beina sjónum sínum og vináttu frá Bandaríkjamönnum og að Kínverjum.

Leiðtogarnir ræddu um ýmis málefni hvernig megi bæta og styrkja samskipti ríkjanna tveggja í austurhluta Asíu.

Heimsókn Duterte til Peking kemur í framhaldi af atburðum þar sem hann hefur ráðist gegn Bandaríkjunum og forseta þeirra, Barack Obama. Gekk filippeyski forsetinn svo langt í síðasta mánuði að kalla Obama hóruson.

1.000 Fil­ipps­ey­inga tóku í dag þátt í mót­mæl­um fyr­ir utan banda­ríska sendi­ráðið í Manila á Fil­ipps­eyj­um í dag þar sem þeir kröfðust þess að banda­rísk­ar her­sveit­ir yf­ir­gefi eyj­una Mindano sem er hluti Fil­ipps­eyja.  

Duterte ræddi við samlanda sína í Kína í gær en þar sagði hann Filippseyjar hafa grætt ákaflega lítið á því að vera bandamenn Bandaríkjanna í gegnum tíðina.

„Dvöl ykkar í mínu landi var ykkur í hag. Það er kominn tími til að kveðja,“ sagði Duterte og beindi orðum sínum til Bandaríkjamanna. Hann endurtók orð sín um að Obama væri hórusonur.

Duterte talaði vel um Kína. „Þeir hafa aldrei ráðist inn í landið mitt.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert