Trump: „Ísrael er leiðarljós vonar“

Donald Trump ásamt eiginkonu sinni Melania.
Donald Trump ásamt eiginkonu sinni Melania. AFP

Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, segir Ísrael vera „leiðarljós vonar fyrir óteljandi marga“, í fyrstu opinberu skilaboðum sínum til þjóðarinnar síðan hann náði kjöri fyrr í vikunni.

„Ísrael og Bandaríkin deila með sér mörgum svipuðum gildum, þar á meðal málfrelsi, trúfrelsi og mikilvægi þess að skapa tækifæri fyrir alla borgara sína til að uppfylla drauma sína,“ sagði Trump í skilaboðum sem voru birt í dagblaðinu Israel Hayom.

„Ísrael er eina sanna lýðræðisríkið og málsvari mannréttinda í Mið-Austurlöndum og leiðarljós vonar fyrir óteljandi marga,“ sagði Trump.

Hann vonaðist jafnframt til að ríkisstjórn hans mundi leika „mikilvægt hlutverk í að hjálpa deiluaðilum að öðlast réttlátan og viðvarandi frið“.

Frakkar hafa óskað eftir því að alþjóðleg ráðstefna verði haldin til að ræða frið í Mið-Austurlöndum. Ísraelar segja að slíkar viðræður yrðu að fara fram eingöngu á milli Ísraela og Palestínumanna.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, var á meðal fyrstu þjóðarleiðtoganna sem Trump ræddi við eftir að hann var kjörinn forseti. 

Ísraelskir hægrimenn hafa fangað sigri Trumps í forsetakosningunum og segja hann skapa tækifæri til að auka yfirráð þjóðarinnar yfir Vesturbakkanum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert