Komu í veg fyrir árás á ísraelska liðið

Öryggisgæslan á leiknum var gríðarlega mikil.
Öryggisgæslan á leiknum var gríðarlega mikil. AFP

Komið var í veg fyrir árás hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams á ísraelska landsliðið í knattspyrnu um síðustu helgi.

Yfirvöld fundu sprengjur og byssur á nokkrum stöðum en samkvæmt erlendum miðlum hugðist hópur manna gera árásir á fleiri en einum stað samtímis í Albaníu, þar sem Ísrael lék gegn heimamönnum í undankeppni HM.

Leikurinn fór fram í Elbasan í miðju landinu á laugardag. Venjulega leikur Albanía heimaleiki sína í Shkoder, sem er rétt við landamærin við Svartfjallaland. Leikstaðnum var breytt af öryggisástæðum.

Ísrael vann leikinn 3:0 en um 2.000 öryggisverðir fylgdust með því að allt færi eðlilega fram.

Lögreglan hefur handtekið 19 manns, 18 Kósóva og einn Makedóníumann á síðustu tíu dögum vegna málsins.

Mennirnir sem voru handteknir höfðu fengið skipanir um að framkvæma hryðjuverk frá Lavdrim Muhaxheri. Hann er sagður sjálfskipaður yfirmaður Albana í Sýrlandi og Írak.

Frétt Independent um málið

Ísrael vann, 3:0.
Ísrael vann, 3:0. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert