Sorgmæddasti köttur heims tekur gleði sína á ný

Fyrir og eftir ættleiðinguna. BenBen var einstaklega eymdarlegur á svipinn …
Fyrir og eftir ættleiðinguna. BenBen var einstaklega eymdarlegur á svipinn í dýraathvarfinu. Nú leikur hann við hvurn sinn fingur.

Sólarhring áður en átti að deyða köttinn BenBen með svæfingu bjargaði honum par sem hafði séð mynd af honum. Á myndinni var BenBen sérstaklega eymdarlegur og hlaut því viðurnefnið „sorgmæddasti köttur internetsins“.

BenBen dvaldi í dýraathvarfi í Kanada. Talið er að hann hafi orðið fyrir árás annars dýrs. Hann var illa farinn, margbrotinn og vannærður. 

Starfsmenn dýraathvarfsins birtu mynd af honum sem fór eins og eldur í sinu um netið. Þeir sögðu að svo virtist sem hann vissi að dagar hans væru taldir. Hann hvorki át né drakk og hreyfði sig ekki úr stað.

En svo gerðist kraftaverkið.

Kona sem vinnur á bráðamóttöku á dýralæknastofu ákvað að ættleiða hann. „Við náðum að fá hann til okkar, á framtíðarheimilið sitt, áður en hann var svæfður,“ segir konan í viðtali við kattasíðuna LoveMeow.

BenBen fór með konunni heim til fjölskyldu hennar og innan nokkurra klukkutíma var hann tekinn að braggast. Hann er enn á verkjalyfjum en líðan hans er mun betri. Nú leikur hann sér, étur og drekkur, malar og kúrir í fangi heimilisfólksins. „Hann virðist hafa vitað að hann væri kominn í öruggt skjól,“ segir eigandinn sem heldur úti sérstakri Facebook-síðu í nafni BenBens.

Dýralæknar höfðu sagt henni að BenBen myndi aldrei ganga aftur. Það reyndist ekki rétt. Hann getur ekki aðeins gengið heldur hlaupið um. Sorgmæddasti köttur heims hefur því tekið gleði sína á ný, svo ekki verður um villst.

Sitting in the BCSPCA waiting for someone to take me home... But no one wanted to.

A photo posted by BenBen (@benbencatcat) on Jul 1, 2016 at 2:49am PDT

The BCSPCA were nice to me. They helped fix me up and gave me this silly pink bandage.

A photo posted by BenBen (@benbencatcat) on Jul 1, 2016 at 2:50am PDT

I play games!

A video posted by BenBen (@benbencatcat) on Jul 16, 2016 at 9:56pm PDT




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert