Dýrasti tundurspillir hersins bilaði

Herskipið USS Zumwalt er almennt virt sem það tæknilega fullkomnasta ...
Herskipið USS Zumwalt er almennt virt sem það tæknilega fullkomnasta sem sjóherinn býr yfir. AFP

Dýrasti tundurspillir sem nokkurn tíma hefur verið smíðaður fyrir bandaríska sjóherinn bilaði í Panamaskurðinum og draga þurfti hann til hafnar.

Skipið, USS Zumwalt, var smíðað í skipaverksmiðjunni Bath Iron Works í Maine og var á leið til San Diego í Kaliforníu, en stysta leiðin þangað liggur í gegnum Panamaskurðinn.

Talsmaður flotadeildarinnar, Ryan Perry, segir að áhöfn skipsins hafi fengið skipanir um að halda kyrru við fyrrum sjóherstöðina Rodman í Panama á meðan greitt verður úr vandanum, sem kom upp á mánudag.

„Áætlun skipsins verður sveigjanleg til að gefa rými fyrir áframhaldandi prófanir og mat á því, til að tryggja örugga ferð til nýju heimahafnarinnar í San Diego,“ segir Perry í tilkynningu, en Guardian greinir frá.

Frá vígslu skipsins í Maine í októbermánuði.
Frá vígslu skipsins í Maine í októbermánuði. AFP

Vatn fossaði inn í legur

Á vefsíðu Sjóherstofnunar Bandaríkjanna kemur fram að skipið hafi verið í skurðinum þegar það missti afl. Þá hafi áhöfnin séð vatn fossa inn í legur sem tengja rafmagnsmótora við drifsköft.

Herskipið, sem er um 186 metra langt og hefur sérstaka hornlögun til að lágmarka endurvarp þess á ratsjám, er almennt virt sem það tæknilega fullkomnasta sem smíðað hefur verið fyrir sjóherinn. Eitt þeirra vopna sem einkenna það er nýtt skotkerfi sem getur skotið eldflaugaknúnum sprengjum rúmlega hundrað kílómetra frá skipinu.

Enda kostaði smíði skipsins sitt, rúmlega 4,4 milljarða bandaríkjadala eða sem nemur um 500 milljörðum íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
BMW F650CS til sölu
BMW F650 CS bifhjól til sölu. Ekið 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir. Nýr rafg...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...