Hann átti aldrei möguleika

Alam lést í dimmu og tötralegu tjaldi í Bangladess í dag. Hann var sex mánaða gamall af ætt Rohingya og veiktist á flóttanum frá Búrma. Hann átti aldrei möguleika. 

Rohingya-fólk­ið, sem er rík­is­fangs­laust í Búrma, sætir hrottalegum ofsóknum og hafa margir þeirra reynt að flýja land. En Alam lést nokkrum klukkustundum eftir komuna í flóttamannabúðirnar í Teknaf, þar sem yfir 230 þúsund Rohingya-flóttamenn hírast við vondan kost. 

Yfirvöld hafa ekki tekið flóttafólkinu fagnandi og fær það nánast enga aðstoð við komuna enda óttast yfirvöld að ef þau gefa þeim að borða, lyf og húsaskjól komi fleiri í kjölfarið. Því hafi þau frekar valið að líta undan og leyfa flóttafólkinu að deyja úr hungri og vosbúð.

Móðir Alam, Nur Begum, er 22 ára. Hún lýsir því fyrir fréttamanni AFP þar sem hún er með lík litla drengsins síns sér við hlið hvernig hermenn drápu eiginmann hennar og tvö börn. Hún neyddist til þess að flýja frá Rakhine til Bangladess með Alam.

Eftir þriggja vikna ferðalag með nánast ekkert að borða komst Begum í flóttamannabúðir í Leda við landamæri Bangladess. Þá var Alam orðinn fárveikur og þegar hún ætlaði að gefa honum að borða var hann liðið lík. 

Frétt mbl.is: Nauðguðu þeim hver á fætur öðrum

Alam var sex mánaða þegar hann dó í dag.
Alam var sex mánaða þegar hann dó í dag. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert