46 hafa látið lífið

Borgin Aleppo í Sýrlandi.
Borgin Aleppo í Sýrlandi. AFP

Að minnsta kosti 46 hafa látið lífið í Sýrlandi í dag og talið er að rússneskar herflugvélar beri ábyrgð á. Sýrlenski stjórnarherinn, ásamt bandamönnum sínum Rússum, hefur náð um 60% af borg­inni Al­eppo á sitt vald undanfarið, en svæðin voru áður und­ir stjórn upp­reisn­ar­manna. Stjórn­ar­her­inn hef­ur sótt fram af krafti und­an­farn­ar þrjár vik­ur.

Af þessum 46 sem staðfest er að hafi látið lífið eru að minnsta kosti 26 þeirra í borginni Kafr Nabel sem er í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands. Sjónarvottur sá herflugvélar varpa nokkrum sprengjum á borgina og fór ein þeirra meðal annars á markað í borginni. Talið er að 18 hafi farist í borginni Maaret al-Numan. Ljósmyndari AFP sá íbúa og björgunarmenn reyna að bjarga fólki upp úr rústum á markaðnum.

Þá eru að minnsta kosti sex borgarar, þar af fjögur börn, sagðir hafa látið lífið í sprengjuárásum í borginni Al-Tamanah. 

Stjórnvöld í Rússlandi segjast berjast gegn hryðjuverkamönnum á svæðinu og afneita öllum fregnum af dauðsföllum óbreyttra borgara vegna áraásanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert