„Ég drap um það bil þrjá“

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja.
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. AFP

Forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, skaut til bana þrjá karlmenn þegar hann var borgarstjóri borgarinnar Davao. Þetta hefur hann staðfest í samtali við við breska ríkisútvarpið BBC. Duterte er nú forseti landsins og hefur staðið fyrir herferð síðan hann tók við embætti sem miðar að því að drepa eiturlyfjasmyglara- og -sala án dóms og laga.

„Ég drap umum það bil þrjá. Ég veit ekki hversu mörgum skotum ég skaut í líkama þeirra. Þetta gerðist og ég get ekki sagt ósatt um það,“ er haft eftir Duterte. Nokkrum klukkustundum áður hafði aðstoðarmaður forsetans þvertekið fyrir að Duterte hefði drepið einhvern með eigin hendi. Áður hafði forsetinn sagt við hóp kaupsýslumanna að hann hafi drepið menn sjálfur til þess að senda þau skilaboð til stjórnvalda að fyrst hann gæti það gætu þau það.

Duterte sagðist sem borgarstjóri Davao hafa farið á vélhjóli um borgina og leitað að vandræðum til þess að geta skotið einhvern til bana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert