Óttast að árásarmaðurinn gangi enn laus

Kerti hafa verið kveikt til minningar um fórnarlömb árásarinnar í …
Kerti hafa verið kveikt til minningar um fórnarlömb árásarinnar í gær. AFP

Lögreglustjórinn í Berlín segir að „hættulegur glæpamaður“ hafi staðið á bak við árásina á jólamarkaðnum í gærkvöldi. Hann óttast að árásarmaðurinn gangi enn laus og hvetur borgara til að fara að öllu með gát.

Pakistanskur hælisleitandi var handtekinn, grunaður um verknaðinn. Ekki er nú talið víst að hann beri ábyrgð á ódæðinu. Tólf létust er vöruflutningabíl var ekið inn í fólksfjölda á jólamarkaði í borginni.

Saksóknarinn Peter Frank tók í sama streng og sagði við fjölmiðla í dag að sá sem væri í haldi væri mögulega ekki sá sem bæri ábyrgð á árásinni.

Pakistaninn sem er í haldi hefur neitað sök. Hann kom til Þýskalands frá Pakistan seint á síðasta ári. Hann var handtekinn í almenningsgarði í nágrenni jólamarkaðarins. Talið var að hann væri á flótta af vettvangi.

Lögreglan telur mögulegt að fleiri en einn hafi skipulagt árásina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert