Öryggisráðið kýs um vopnahléið

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. AFP

Ályktun Rússa þar sem lýst er stuðningi við vopnahléssamkomulagið í Sýrlandi sem þeir og Tyrkir höfðu milligöngu um verður tekin til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hún kveður einnig á um mannúðaraðstoð fái skjótan aðgang um allt Sýrland.

Vopnahléið hófst í gær og hefur haldið víðast hvar þó sagt hafi verið frá einhverjum skærum í kringum höfuðborgina Damaskus. Sjö hópar uppreisnarmanna eiga aðild að því, þar á meðal Frjálsi sýrlenski herinn, auk sýrlenska stjórnarhersins, vopnaðra sveita sem styðja hann og rússneska hersins.

Nokkrir hópar hafa þó ekki gengist undir það, þar á meðal Ríki íslams og fleiri vopnaðar sveitir íslamista.

Ályktun Rússa lýsir einnig stuðningi við pólitíska lausn á ástandinu í landinu. Til stendur að fulltrúar ríkisstjórnar Bashars al-Assad og uppreisnarmanna komi saman til viðræðna í Kasakstan í næsta mánuði fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert