Drottningin missir af annarri kirkjuferð

Drottningin þarf að hvíla sig í dag.
Drottningin þarf að hvíla sig í dag. AFP

Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing mun ekki mæta í messu á nýársdag vegna veik­inda. Drottningin er kvefuð en hún missti af jóladagsmessunni af sömu sökum.

Drottn­ing­in og Fil­ipp­us prins þurftu að ferðast með þyrlu til heim­il­is þeirra í Sandring­ham 22. desember vegna þess að þau voru bæði of slöpp til þess að fara með lest og hefur drottningin verið slöpp síðan.

Talsmaður Buchk­ing­ham-hallar sagði að drottningin væri enn að ná sér. Hún hefur verið með kvef í meira en viku en talið er að hún sé öll að koma til.

Um daginn var greint frá því að skyld­um drottn­ing­ar­inn­ar yrði fækkað tölu­vert en þá hvarf hún frá hlut­verki sínu sem vernd­ari 25 breskra sam­taka. Elísa­bet, sem varð níræð á ár­inu, og hinn 95 ára gamli Fil­ipp­us tóku á móti gest­um í Buck­ing­ham-höll í vikunni fyrir jól þar sem ár­leg­ur jóla­há­deg­is­verður fór fram.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert