Götusali lést úr fuglaflensu

AFP

Kínverskur götusali er látinn 36 ára að aldri úr fuglaflensu en hann seldi steiktar endur í Zhejiang-héraði. 

Maðurinn, sem hét Zhang að eftirnafni, lést 11. janúar í Yongcheng-borg í Henan-héraði en þangað kom hann til fjölskyldu sinnar í byrjun janúar. Samkvæmt upplýsingum Xinhua-fréttastofunnar veiktist hann skömmu eftir jól. Fylgst er grannt með heilsufari 16 einstaklinga sem voru í nánu sambandi við hann í Zhejiang-héraði.

Algengast er að fólk deyi úr H7N9-fuglaflensu á veturna og vorin. Einn maður liggur milli heims og helju með fuglaflensu í Hubei-héraði en talið er að hann hafi veikst af sjúkdómnum þegar hann heimsótti kjúklingamarkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert