Skjálfti upp á 7,9 stig

AFP

Jarðskjálfti sem mældist 7,9 stig reið yfir Papúa Nýju-Gíneu í nótt og var gefin út flóðbylgjuviðvörun fyrir ríkið og nágrannaríki þess á Kyrrahafi. Viðvörunin var fljótlega afturkölluð.

Upptök skjálftans voru á miklu dýpi vestur af eyjunni Bouginvelle klukkan 4:30 í nótt að íslenskum tíma. Flóðbylgjuviðvörunin var bæði gefin út fyrir Papúa Nýju-Gíneu-eyjar og Salómonseyjar. Var það gert í öryggisskyni þrátt fyrir að skjálftinn hafi átt upptök sín á mjög miklu dýpi þar sem styrkur skjálftans var það mikill. 

Papúa Nýja-Gínea.
Papúa Nýja-Gínea. Skjáskot af Google maps.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert