Þúsundir samkynheigðra náðaðir

Breski stærðfræðingurinn Alan Turing var ofsóttur vegna samkynhneigðar sinnar. Hann …
Breski stærðfræðingurinn Alan Turing var ofsóttur vegna samkynhneigðar sinnar. Hann framdi sjálfsmorð árið 1954. Mynd/AFP

Bresk stjórnvöld náðuðu í dag þúsundir samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna frá Englandi og Wales, sem dæmdir voru sekir um brot á gömlum lögum um kynferðisglæpi fyrir nokkrum áratugum.

Mennirnir voru náðaðir að þeim látnum en náðun verður einnig veitt þeim sem enn eru á lífi og sækja um að láta fjarlægja dómana af sakaskrá sinni.

Í frétt BBC er haft eftir Sam Gyimah, dómsmálaráðherra Bretlands, að dagurinn sé „sannarlega þýðingarmikill“.

 „Við getum aldrei afturkallað sársaukann sem þessir dómar höfðu í för með sér, en nú höfum við beðist afsökunar og gripið til aðgerða til að breyta rétt,“ segir Gyimah.

Frétt mbl.is: Samkynhneigðir náðaðir eftir dauðann

Framhald af náðun Turing

Tilkynnt var um náðanirnar í október á síðasta ári en þær voru framhald af ákvörðun stjórnvalda að náða stærðfræðinginn og dulmálssérfræðinginn Alan Turing árið 2013, næstum því 60 árum eftir að hann framdi sjálfsmorð.

Náðun Turing náði til dóms sem hann hlaut árið 1952 fyrir vítaverða ósiðsemi. Turnig var í kjöl­farið neydd­ur til að gang­ast und­ir horm­ónameðferð sem átti að út­rýma löng­un hans í kyn­líf. Meðferðin hafði slæm áhrif á Tur­ing og olli hon­um miklu þung­lyndi. Hann framdi sjálfs­víg árið 1954.

Frétt mbl.is: Drottningin náðaði Alan Turing

Árið 2009 baðst Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Breta, formlega afsökunar á því hvernig farið hefði verið með Turing og Englandsdrottning náðaði hann sem fyrr segir árið 2013.

Ættingjar Turing settu þá af stað herferð til að tryggja að aðrir karlmenn sem dæmdir hefðu verið fyrir samkynhneigð sína hlytu einnig náðun drottningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert