Flóttafólki bjargað úr kæligámi

AFP

Átta Írakar, þar af fjögur börn, fundust í kæligámi flutningabíls á þjónustusvæði í austurhluta Spánar í gær. Fólkið ætlaði að reyna að komast til Bretlands, að sögn lögreglu.

Allt fólkið var við góða heilsu en börnin eru tveggja, fimm, átta og tíu ára gömul. Lögreglu barst nafnlaus ábending um að fólkið væri í felum í gámnum. Ekkert þeirra var með skilríki en um er að ræða tvær fjölskyldur. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi þau voru búin að vera í gámnum og ekki er vitað hvernig þau komu til Spánar. Bílstjórinn, tæplega fertugur Rúmeni, var handtekinn og verður saksóttur fyrir smygl á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert