14 milljón manns missa sjúkratryggingu

Frumvarpið var lagt fram af repúblikönum.
Frumvarpið var lagt fram af repúblikönum. AFP

Þeim Bandaríkjamönnum sem hafa sjúkratryggingu mun fækka um 14 milljónir á næsta ári, samkvæmt nýju frumvarpi repúblikana. Þessu spáir óflokksbundin skrifstofa Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að rýna í frumvörp sem lögð eru fyrir þingið.

„Árið 2018 munu 14 milljónir manna til viðbótar búa við enga tryggingu samkvæmt löggjöfinni, miðað við núgildandi lög,“ segir í skýrslu skrifstofunnar, sem beðið hefur verið eftir.

Þá er því einnig spáð að verði nýja frumvarpið samþykkt muni það minnka fjárlagahalla ríkisins um 337 milljarða Bandaríkjadala næsta áratuginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert