Donald Trump Bandaríkjaforseti

ESB fyrir framan Bretland í röðinni

Í gær, 09:20 Bandarískir embættismenn segja að Bretland sé nú fyrir aftan Evrópusambandið í röðinni þegar kemur að gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin. Meira »

Olíufyrirtækin fá ekki undanþágur

í fyrradag Bandaríska fjármálaráðuneytið hyggst ekki aflétta viðskiptaþvingunum gegn rússneskum fyrirtækjum til að bandarísk olíufyrirtæki geti haldið áfram olíuborunum í Rússlandi. Olíufyrirtækið ExxonMobil sótti um undanþágu frá þvingununum til að geta haldið áfram samstarfi sínu við rússneska fyrirtækið Rosneft en mun ekki verða að ósk sinni. Meira »

Trump skráð í Kína meðan forsetarnir funduðu

19.4. Á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping Kínaforseti neyttu kvöldverðar saman í opinberri heimsókn Xi til Bandaríkjanna, samþykkti einkaleyfastofa Kína skráningu þriggja vörumerkja Ivönku Trump. Hún reynir nú að heilla Kínverja og söng dóttir hennar Arabella kínverskt lag fyrir Xi. Meira »

Trump hélt sína fyrstu páskaeggjaleit

17.4. Búist var við því að rúmlega 21.000 börn og fullorðnir myndu taka þátt í páskaeggjaleit Hvíta hússins í dag. Þetta er fyrsta páskaeggjaleit Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna en um er að ræða 139 ára gamla hefð. Meira »

Hver borgaði fyrir mótmælin spyr Trump

16.4. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, veltir fyrir sér hver hafi borgað fólki fyrir að taka þátt í mótmælum í gær og bendir andstæðingum sínum á að kosningunum sé lokið. Meira »

Bandarískir hermenn til Sómalíu

15.4. Tugir hermanna frá Bandaríkjunum eru á leið til Sómalíu þar sem þeir eiga að aðstoða her landsins og stýra ótilgreindum öryggisaðgerðum. Þetta segir talsmaður Bandaríkjahers. Meira »

Breskir njósnarar gegndu lykilhlutverki

13.4. Breskir njósnarar gegndu lykilhlutverki í því að vekja athygli kollega sinna í Washington á samskiptum starfsmanna kosningabaráttu Donalds Trump við rússneska aðila. Meira »

Trump fjarlægir sig frá Bannon

12.4. Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist áhugalítill í stuðningi sínum við einn helsta ráðgjafa sinn, Steve Bannon, í viðtali sem birtist í New York Post í dag. Ýtir það enn frekar undir orðróma þess efnis að ráðgjafinn umdeildi sé ekki lengur í náðinni hjá forsetanum. Meira »

Tillerson og Lavrov vilja hreinskiptar viðræður

12.4. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundar í dag með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Tillerson sagði, áður en fundur þeirra hófst, að hann vonist eftir hreinskiptum viðræðum um samskipti ríkjanna. Meira »

Spicer biðst afsökunar á ummælunum

11.4. Sean Spicer, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, hefur beðist afsökunar á óvarfærnum ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag, þar sem hann sagði Adolf Hitler, fyrrverandi leiðtoga Þýskalands á tímum nasista, ekki hafa beitt efnavopnum gegn borgurum landsins. Meira »

Hvatti Ivanka Trump til loftárásar?

11.4. Eric Trump segist þess fullviss að systir hans, Ivanka, hafi notað áhrif sín og hvatt föður þeirra, Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að gera loftárásir í Sýrlandi í síðustu viku. Meira »

Hakkari handtekinn á Spáni

10.4. Spænska lögreglan hefur handtekið rússneskan forritara sem grunaður er um aðild að tölvuinnbroti í tengslum við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Meira »

Bandamenn Assad hóta hefndum

9.4. Bandamenn Sýrlandsstjórnar hótuðu í dag hefndum gegn hverjum þeim sem réðist gegn Sýrlandi, tveimur dögum eftir að Bandaríkjamenn létu til skarar skríða gegn herstöð í landinu. Meira »

Bandaríkin senda flotann að Kóreuskaga

9.4. Bandaríkjaher hefur sent hluta flota síns á hafsvæðið við Kóreuskagann. Markmiðið er að auka öryggið á svæðinu, en flugskeytatilraunir Norður-Kóreu valda öðrum ríkjum á svæðinu áhyggjum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt Bandaríkin reiðubúin að takast ein á við ógnina sem stafi frá Norður-Kóreu. Meira »

Trump 100% sammála Xi

7.4. Donald Trump Bandaríkjaforseti þrýsti á Xi Jingping, forseta Kína, að gera meira til að vinna gegn kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu á fyrsta fundi leiðtoganna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði viðræður leiðtoganna hafa verið „mjög hreinskiptar“. Meira »

Berst við að standa við loforðin

í fyrradag Repúblikanar unnu að því í dag að undirbúa nýtt lagafrumvarp til höfuðs heilbrigðislöggjöf Barack Obama; Obamacare. Þeir stefna að því að taka frumvarpið til atkvæðagreiðslu í næstu viku; áður en Donald Trump hefur setið 100 daga í Hvíta húsinu. Þá þarf þingið hins vegar einnig að afgreiða fjárlög. Meira »

Trump vill öflugt ESB

í fyrradag Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hlynntur öflugu Evrópusambandi á blaðamannafundi með forsætisráðherra Ítalíu, Paolo Gentiloni. Ummælin þykja til marks um breyttan tón hjá forsetanum sem áður hefur gagnrýnt sambandið harðlega. Meira »

Hóta vikulegum flugskeytatilraunum

18.4. Norður-Kórea mun halda flugskeytatilraunum sínum áfram þrátt fyrir fordæmingu alþjóðasamfélagsins og vaxandi spennu milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Við munum standa fyrir flugskeytatilraunum á vikulegum, mánaðarlegum og árlegum grunni,“ sagði Han Song-ryol, aðstoðarutanríkisráðherra landsins. Meira »

Þolinmæðin í garð N-Kóreu að bresta

17.4. Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu er að bresta. Þetta sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sem nú er í heimsókn í Suður-Kóreu. Spennan í samskiptum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu hefur farið stigvaxandi undanfarið. Meira »

Krefjast skattaupplýsinga frá Trump

15.4. Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í fjölmörgum borgum víða um Bandaríkin til að krefjast þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi birta skattaupplýsingar sínar. Trump hefur hingað til neitað að verða við þessari bón. Meira »

Sýktur fiskur og heitt kjöt

14.4. Heilbrigðisyfirvöld í Flórída hafa veitt Mar-a-Lago, sveitaklúbbi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, nokkrar viðvaranir vegna alvarlegra brota tengdra matvælaöryggi. Meira »

Telur NATO ekki lengur úrelt

13.4. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skipt um skoðun á stöðu Atlantshafsbandalagsins (NATO) og telur það ekki lengur úrelt eins og hann hafði áður ítrekað sagt. Einkum í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum á síðasta ári. Meira »

Fyrirskipaði loftárás í eftirréttinum

12.4. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa gefið fyrirskipun um að hefja loftárásir á Sýrland á meðan hann var að borða eftirrétt með Xi Jinping, leiðtoga Kína. Meira »

Hleruðu ráðgjafa Trumps

12.4. Alríkislögreglan í Bandaríkjunum, FBI, fékk síðasta sumar heimild með leynd til að fylgjast með samskiptum ráðgjafa Donalds Trump í kosningabaráttunni. Var um að ræða hluta af rannsókn á meintum tengslum milli Rússa og þeirra sem stóðu að kosningabaráttunni. Meira »

Spicer vafðist tunga um tönn

11.4. Sean Spicer, talsmanni Hvíta hússins, vafðist tunga um tönn á blaðamannafundi í dag þegar hann virtist, að minnsta kosti um sinn, gleyma því að helförin hefði átt sér stað. Sagði hann að Adolf Hitler, fyrrverandi leiðtogi Þýskalands, hefði ekki notað efnavopn gegn borgurum landsins. Meira »

Trump hættir með fyrirsætuskrifstofuna

10.4. Trump-samsteypan, sem heldur utan um hina ólíku viðskiptahagsmuni fjölskyldu Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur tilkynnt að hún muni loka fyrirsætuskrifstofu sinni, átján árum eftir að hún var sett á laggirnar. Meira »

Rússa haldið á Spáni vegna víruss

9.4. Eiginkonu rússnesks tölvunarfræðings, sem hefur verið handtekinn á Spáni, hefur verið tjáð að hann sé grunaður um að hafa smíðað tölvuvírus sem tengist kosningasigri Donald Trump vestanhafs. Meira »

Bannon og Kushner semja frið

9.4. Steve Bannon og Jared Kushner, helstu ráðgjafar Donald Trump Bandaríkjaforseta, eru sagðir hafa átt fund og „grafið stríðsöxina“. Tilgangur fundarins var að binda enda á valdabaráttuna í innri hring Trump, sem þykir hafa grafið undan skilaboðum og stefnumálum forsetans. Meira »

Kínverskir miðlar boða „nýtt tímabil“

8.4. Fjölmiðlar í Kína hafa farið fögrum orðum um heimsókn forsetans Xi Jinping til Bandaríkjanna og fjallað minna en margir aðrir um árásir Bandaríkjamanna á herstöð í Sýrlandi, sem átti sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti tók á móti kollega sínum. Meira »

Twitter hætt við mál gegn stjórnvöldum

7.4. Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter hafa hætt við málaferli gegn bandarískum stjórnvöldum eftir að embættismenn bandarískra alríkisstofnanna hættu við að krefjast þess að Twitter gæfi upp auðkenni þeirra notenda sem hafa gagnrýnt Donald Trump og stjórn hans. Meira »