Donald Trump Bandaríkjaforseti

Vilja afgreiða Trumpcare fyrir vikulok

Í gær, 23:46 22 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar verða án sjúkratrygginga árið 2026 ef nýtt heilbrigðisfrumvarp Repúblikanaflokksins verður að raunveruleika. Þessi niðurstaða fjárlagaskrifstofu bandaríska þingsins (CBO) þykir mikið áfall fyrir repúblikana, sem þegar eru klofnir í afstöðu sinni. Meira »

Er Kislayk á förum frá Washington?

Í gær, 20:11 Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur hafnað því að Sergey Kislyak, sendiherra Rússa í Washington, hafi verið kallaður aftur til Moskvu. Sameiginlegt viðskiptaráð Bandaríkjanna og Rússlands staðfesti hins vegar í dag kveðjumálsverð til heiðurs Kislyak 11. júlí nk. Meira »

Ferðabann Trump leyft að hluta

Í gær, 15:15 Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur að hluta til aflétt lögbanni sem sett var á ferðabann íbúa sex ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta, og Donald Trump fyrirskipaði fyrr á þessu ári. Þá heimilaði Hæstiréttur jafnframt hluta af banni við komum flóttamanna frá ákveðnum ríkjum til landsins Meira »

Trump segist ekki eiga upptökur

22.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst ekki eiga upptökur af samtali hans og James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkisþjónustunnar, FBI. Meira »

Fordæmir ráðamenn Norður-Kóreu

19.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag stjórnvöld í Norður-Kóreu vegna andláts bandaríska námsmannsins Otto Warmbier. Warmbier var handtekinn í Norður-Kóreu fyrir rúmu ári síðan og dæmdur til 15 ára þrælkunarvinnu fyrir þá sök að hafa reynt að stela veggspjaldi á hóteli en hann var á ferðalagi um landið. Meira »

Trump ofsóttur af „vondu fólki“

16.6. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er æfur vegna frétta af því að rannsókn sé hafin á því hvort hann hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar vegna hugsanlegra tengsla forsetaframboðs hans við stjórnvöld í Rússlandi. Segist hann fórnarlamb nornaveiða sem sé stýrt af „mjög vondu fólki“. Meira »

Fjölskyldur árásarmanna fá ekki bætur

13.6. Leiðtogar Palestínu hafa samþykkt að stöðva greiðslur til fjölskyldna sjálfsmorðssprengjumanna. Þetta sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um bætur til fjölskyldna „píslarvotta“, sem deyja þegar þeir fremja árásir gegn Ísraelum, í friðarviðræðum í Mið-Austurlöndum. Meira »

Rekin vegna ritskoðunar á Trump-bol

13.6. Kennari í bandarískum menntaskóla hefur verið rekinn eftir að hann breytti myndum fyrir árbók skólans þannig að ekki sæist í slagorð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, á klæðnaði nemanda. Meira »

Engar upptökur hjá CIA í Hvíta húsinu

12.6. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, segist ekki eiga neinar upptökur af samtölum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu eða skjöl þess efnis. Meira »

Melania Trump flutt í Hvíta húsið

12.6. Melania Trump, eiginkona Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og sonur þeirra Barron eru flutt inn í Hvíta húsið, nú um fimm mánuðum eftir embættistöku Trump. Meira »

Krefja Hvíta húsið um upptökurnar

11.6. Þingmenn úr röðum bæði demókrata og repúblikana hafa óskað eftir því að Hvíta húsið að geri opinberar upptökur af einkasamtölum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, ef einhverjar eru. Jafnvel er talað um stefnu í því samhengi. Meira »

Trump sakar Comey um heigulshátt

11.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar James Comey, fyrr­ver­andi for­stjóra al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, um hugleysi og varar við því að gagnalekar líkt og Comey stóð fyrir á minnispunktum sínum frá fundi með Trump verði tíðari. „Algjörlega ólöglegt? Mjög heigulslegt,“ tísti Trump. Meira »

Neita að afhenda gögnin um Trump

9.6. Deutsche Bank hefur neitað beiðni fjármálanefndar bandaríska þingsins um upplýsingar um Donald Trump Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Bankinn segir að það væri brot á friðhelgi einkalífs og birti formlegt svar á vefsíðu sinni. Meira »

Lögmaður Trumps hafnar ásökunum Comey

8.6. Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafnar þeim þungu ásökunum sem James Comey, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, hefur borið gegn honum. Þá bendir hann á að Comey gæti verið ákærður fyrir að leka trúnaðarupplýsingum. Meira »

Comey lak minnispunktunum sjálfur

8.6. James Comey viðurkenndi það fyrir rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings fyrr í dag að hann hefði sjálfur lekið minnispunktum sínum af fundunum með Donald Trump í þeirri von um að það myndi leiða til skipunar sérstaks saksóknara til að leiða rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningum. Meira »

Trump og Modi faðmast í Hvíta húsinu

Í gær, 22:48 Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, velkominn í Hvíta húsið í dag. Þetta er fyrsti fundur leiðtoganna en þrátt fyrir skiptar skoðanir um t.d. loftslagsbreytingar er búist við að Modi fullvissi Trump um að hann þurfi ekki að óttast efnahagsstyrk Indlands. Meira »

„Sigur fyrir þjóðaröryggið“

Í gær, 17:43 Donald Trump Bandaríkjaforseti segir ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna frá því fyrr í dag „sigur fyrir þjóðaröryggi landsins“ en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að heimila ákveðna hluta svokallaðs ferðabanns ríkisstjórnar Trump gegn íbúum sex múslimaríkja. Meira »

Enginn kvöldverður við lok Ramadan

Í gær, 08:38 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur rofið þá 20 ára hefð að halda kvöldverðarboð í tilefni af lokum Ramadan, föstumánaðar múslima. Það var forveri hans, Bill Clinton, sem fyrst hélt slíkt boð í sinni forsetatíð og hefur Hvíta húsið haldið þeirri hefð allt þar til nú. Meira »

Drottningin minntist ekkert á Trump

21.6. Elísabet Englandsdrottning minntist ekkert á heimsókn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar hún ávarpaði breska þingið í morgun. Vekur það upp spurningar hvort Trump muni yfir höfuð heimsækja Bretland á næstunni. Meira »

Trump staðfestir rannsókn

16.6. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfestir að rannsókn er hafin á meintum tengslum hans við rússnesk stjórnvöld í bandarísku forsetakosningunum. Hann kallar rannsóknina „nornaveiðar“ í Twitter-færslu. Meira »

Grínast með að veita Comey hæli

15.6. Vladimír Pútín grínaðist með það að bjóða James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, hæli í Rússlandi. Grínið lét forsetinn flakka á árlegum viðburði í Rússlandi þar sem almenningur getur hringt og forsetinn svarar símtölum áhorfenda. Meira »

Neitar að hafa fundað með Rússum

13.6. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur neitað því að hafa átt nokkra leynilega fundi með rússneskum embættismönnum. Meira »

Rekur Trump Rússlands-ráðgjafann?

13.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur til skoðunar að reka Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, úr embætti sérstaks ráðgjafa vegna rannsóknar á mögulegum afskiptum rússneskra stjórnvalda af forsetakosningunum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Meira »

Ferðabann Trumps áfram hindrað

12.6. Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur ákveðið að ferðabann Donalds Trumps Bandaríkjaforseta vegna íbúa sex ríkja þar sem múslimar eru meirihluti íbúa verði áfram hindrað. Meira »

Embættismenn í mál við Trump

12.6. Embættismenn í Maryland-ríki í Bandaríkjunum og höfuðborginni Washington hafa hafið málsókn gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta vegna þess að hann hafi tekið við greiðslum frá erlendum ríkisstjórnum í gegnum viðskiptaveldi sitt. Meira »

Trump vill ekki heimsækja Bretland

11.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að hann ætlaði ekki að koma í opinbera heimsókn til Bretlands fyrr en almenningur þar yrði hlynntur því. Frá þessu er greint á fréttavefnum The Guardian. Meira »

Trump: Ég er 100% tilbúinn

9.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera 100% tilbúinn til að ræða eiðsvarinn um samtöl sem hann átti við James Comey, fyrr­ver­andi for­stjóri al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI. Meira »

Trump rýfur þögnina á Twitter

9.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ekki í sér heyra á Twitter í gær þegar James Comey, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, kom fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, og lýsti samskiptum þeirra tveggja í aðdraganda þess að sá fyrrnefndi rak þann síðarnefnda. Meira »

„Við munum aldrei gefast upp“

8.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína til dáða í dag og sagðist ætla að berjast gegn andstæðingum sínum. Hann minntist þó ekki beint á vitnisburð James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Meira »

Sonur Trump fer hamförum á Twitter

8.6. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur enn ekkert tjáð sig á Twitter um vitnisburð James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem situr nú fyrir svörum rannsóknarnefndar öldungardeildar Bandaríkjaþings. Meira »