Donald Trump Bandaríkjaforseti

Hvíta húsið gagnrýnt fyrir leka

11:13 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að leka upplýsingum um rannsókn breskra yfirvalda á hryðjuverkaárásinni í Manchester á mánudag. Bandarískir miðlar greindu m.a. frá nafni árásarmannsins á sama tíma og bresk yfirvöld neituðu að staðfesta nafn hans við breska miðla, sem þó höfðu upplýsingarnar undir höndum. Meira »

Vel fór á með Trump og páfa

08:14 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hitti Frans páfa að máli í Páfagarði í morgun. Vel fór á með þeim, að minnsta kosti opinberlega, en þeir hafa ítrekað tekist á enda ósammála um fleiri hluti en þá sem þeir eru sammála um. Meira »

Fundur Trump og arabaleiðtoga „sýning“

í fyrradag Fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta með arabaleiðtogum í Sádi-Arabíu um helgina var „sýning“. Þetta segir Hassan Rouhani, nýendurkjörinn forseti Íran. „Samkoman í Sádi-Arabíu var bara sýning, með ekkert hagnýtt eða pólitískt gildi,“ sagði forsetinn á blaðamannafundi í dag. Meira »

Trump væntanlegur til Ísrael

22.5. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Ísrael og Palestínu í tveggja daga heimsókn til ríkjanna.  Meira »

Gengu út úr eigin útskrift

21.5. Hópur útskriftarnema úr Notre Dame-háskólanum í Bandaríkjunum gekk út úr sinni eigin útskriftarathöfn í dag til þess að mótmæla ræðumanni dagsins, varaforsetanum Mike Pence. Meira »

Kallar Trump steinaldarmann

21.5. Hollywoodstjarnan Arnold Schwarzenegger, sem er einnig fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, gagnrýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að vilja efla kolaframleiðslu í Bandaríkjunum. Schwarzenegger segir að Trump vilji snúa aftur til þess tíma er menn óku um í hestakerrum. Meira »

11.000 milljarða samningur við Sádi-Araba

20.5. Bandarísk stjórnvöld hafa gert varnar- og vopnasamning við Sádi-Araba upp á 110 milljarða Bandaríkjadala eða sem nemur 11.000 milljörðum íslenskra króna. Greint var frá þessu í dag á fyrsta degi opinberrar heimsóknar Donald Trump Bandaríkjaforseta til Sádi-Arabíu. Meira »

„Skömm fyrir mannkynið“

18.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að rannsóknin á því hvort samstarfsfólk hans hafi verið í leynimakki með Rússum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sé að skipta þjóðinni í tvennt. Hann segir að ástandið í Venesúela sé skömm fyrir mannkynið. Meira »

Ráðgjafar Trump ræddu 18 sinnum við Rússa

18.5. Michael Flynn og aðrir ráðgjafar Donald Trump Bandaríkjaforseta áttu í samskiptum við rússneska embættismenn og einstaklinga sem tengdir eru ráðamönnum í Kreml í að minnsta kosti 18 skipti áður en Trump tók við embætti forseta. Reuters-fréttastofan segir um að ræða bæði símtöl og tölvupósta á sjö lokamánuðum forsetaframboðsins. Meira »

Vonast til að rannsókninni ljúki fljótt

18.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur engar áhyggjur af rannsókn á því hvort rússnesk yfirvöld hafi haft afskipti af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári. „Ítarleg rannsókn mun staðfesta það sem við vitum nú þegar. Það var ekkert leynimakk í gangi á milli fólksins sem starfaði við kosningabaráttuna mína og nokkurs erlend aðila,“ sagði Trump. Meira »

Enginn hefur fengið verri meðferð

17.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að enginn forseti Bandaríkjanna hefði fengið verri meðferð í valdatíð en hann. Trump segir að fjölmiðlar vestanhafs hafi ekki komið fram við hann á sanngjarnan hátt. Meira »

Til í að deila afriti af samtali af Trump og Lavrov

17.5. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði fréttamönnum í dag að rússnesk stjórnvöld væru reiðubúin að deila afriti af fundi Donald Trump Bandaríkjaforseta með þeim Sergei Lavrov, utanríksráðherra Rússlands, og Sergiei Kislyak, sendi­herra Rúss­lands í Banda­ríkj­un­um, sem haldinn var í Hvíta húsinu í síðustu viku. Meira »

Trump: Bað Comey ekki að hætta rannsókninni

17.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar því alfarið að hann hafi reynt að fá James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, til að til að hætta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Meira »

Upplýsingarnar sagðar frá Ísrael

16.5. Leynilegu upplýsingarnar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Rússum í té í Hvíta húsinu í síðustu viku komu frá Ísrael. Þetta segja bæði núverandi og fyrrverandi bandarískir embættismenn, að því er New York Times greindi frá. Meira »

Hillary Clinton aftur í stjórnmálin

16.5. Hillary Clinton hefur snúið aftur í stjórnmálin með nýrri stjórnmálahreyfingu sem kallast Onward Together en hreyfingunni er ætlað að hvetja fólk til stjórnmálaþátttöku og að bjóða sig fram til opinberra embætta. Meira »

Trump komin með lögfræðing í Rússamálinu

09:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fengið lögfræðinginn Marc Kasowitz til að vera fulltrúa sinn í rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á meintum afskiptum rússneskra ráðamanna af bandarísku forsetakosningunum, sem og mögulegum tengslum þeirra við framboð Trumps. Meira »

Rannsóknin á Trump vel rökstudd

Í gær, 20:39 Fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, John Brennan, telur rannsókn á mögulegum tengslum kosningateymis Donalds Trump Bandaríkjaforseta og stjórnvalda í Rússlandi vera vel rökstudda. Þetta kom fram í máli hans á fundi leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Meira »

„Fágætt tækifæri“ til að koma á friði

22.5. Gríðarleg öryggisgæsla er í Tel Aviv en Donald Trump Bandaríkjaforseti kom til borgarinnar fyrir stundu. Sagði hann „fágætt tækifæri“ uppi til að koma á stöðugleika á svæðinu en forsetinn flaug frá Sádi-Arabíu, þar sem hann hvatti íslamska leiðtoga til að taka á öfgahyggju. Meira »

Trump fær steik með tómatsósu

21.5. Það verður séð til þess að Donald Trump fái uppáhaldsmatinn sinn og að hann fái tíma á hverjum degi til að hvíla sig í fyrstu opinberu heimsókn sinni til útlanda sem forseti Bandaríkjanna sem hófst á föstudag. Meira »

Trump vill „einangra“ Íran

21.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt þjóðir heimsins til að standa saman í því að „einangra“ Íran.  Meira »

Melania sleppti slæðunni

20.5. Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, var ekki með höfuðslæðu þegar hún gekk út úr forsetaflugvélinni á Khalid-alþjóðaflugvellinum í Sádi-Arabíu í dag. Með þessu fetar hún í fótspor Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrúar Bandaríkjanna, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en konur í Sádi-Arabíu eiga að hylja hár sitt vegna trúarástæðna í landinu. Meira »

Fyrsta utanlandsferð Trump

19.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði af stað fyrr í kvöld, ásamt eiginkonu sinni Melanie Trump, í sína fyrstu utanlandsferð síðan hann tók við embætti. Meira »

Trump líkir rannsókninni við nornaveiðar

18.5. Rannsókn á meintum tengslum rússneskra ráðamanna og starfsfólks framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta eru að mati forsetans „mestu nornaveiðar gegn stjórnmálamanni í sögu Bandaríkjanna.“ Þetta sagði Trump á Twitter nú í hádeginu. Meira »

Trump ræðir við fjóra sem arftaka Comey

18.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti er með fjóra einstaklinga í huga sem mögulegan arftaka James Comey, sem Trump rak úr starfi sem forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI í síðustu viku. Meira »

Fyrrverandi yfirmaður FBI skipaður

17.5. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur skipað fyrrverandi yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, Robert Mueller, sem sérstakan ráðgjafa sem mun hafa yfirumsjón með rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum á síðasta ári. Meira »

Comey svarar spurningum nefndar

17.5. Nefnd innan bandarísku öldungadeildarinnar sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og mögulegt leynimakk með samstarfsmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur óskað eftir því að James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, komi fyrir nefndina og svari spurningum hennar. Meira »

Trump og Netanyahu ræddust við í síma

17.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ræddust við í síma í gær en fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að upplýsingarnar sem Trump deildi með Rússum í síðustu viku komu frá Ísrael. Meira »

Bað Comey um að hætta rannsókninni

16.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti bað James B. Comey, þáverandi yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, um að hætta rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump, Michael T. Flynn, á fundi sem þeir áttu í Hvíta húsinu í febrúar. Meira »

Trump flytur ræðu um íslamska trú

16.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að halda innblásna ræðu um íslamska trú í fyrirhugaðri heimsókn sinni til Sádi-Arabíu.  Meira »

Fengu ekki leynilegar upplýsingar frá Trump

16.5. Ekkert er til í fullyrðingum um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi deilt viðkvæmum og leynilegum upplýsingum um hryðjuverkasamtökin Ríki íslams með utanríkisráðherra Rússlands. Þetta hefur rússneska Interfax-fréttastofan eftir rússneska utanríkisráðuneytinu. Meira »