Sakar Merkel um að styðja hryðjuverkamenn

Erdogan forseti við ræðuhöld í gær.
Erdogan forseti við ræðuhöld í gær. AFP

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur sakað Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að styðja hryðjuverkamenn.

„Frú Merkel, af hverju ertu að fela hryðjuverkamenn í landinu þínu? [...] Af hverju ertu ekki að gera neitt?“ sagði Erdogan í viðtali á sjónvarpsstöðinni A-Haber í Tyrklandi. Sakaði hann stjórnvöld í Berlín um að hafa ekki svarað þúsundum skýrslna sem þau hafa fengið send frá Tyrklandi, um grunaða hryðjuverkamenn.

„Frú Merkel, þú ert að styðja hryðjuverkamenn,“ bætti hann við.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/03/09/aetla_ser_ad_halda_fundina/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert