Stjórnarherinn gerir loftárásir á Damaskus

Frá Jobar-hverfinu í austurhluta Damaskus í morgun.
Frá Jobar-hverfinu í austurhluta Damaskus í morgun. AFP

Stjórnarherinn hefur gert ítrekaðar loftárásir á austurhluta höfuðborgar Sýrlands, Damaskus, í nótt og morgun en uppreisnarmenn og vígasveitir náðu undir sig svæðum í úthverfum borgarinnar í gærmorgun.

Að sögn Rami Abdel Rahman, yfirmanns Syrian Observatory for Human Rights, hefur sprengjum rignt yfir Jobar-hverfið frá því um sólarupprás. Stjórnarherinn og bandamenn hans hafa náð hverfinu aftur á sitt vald. 

Vígasamtökin Fateh al-Sham Front gerðu árásir á Jobar-hverfið sem og Abbasid-torgið þar skammt frá. Þetta er í fyrsta skipti sem andstæðingar stjórnvalda í Sýrlandi hafa náð að brjótast inn á svæðið í kringum Abbasid-torgið en stjórnarherinn náði svæðinu aftur á sitt vald í gærkvöldi. 

Ekki er vitað um mannfall í gær og í dag, að sögn Rahman.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert