Leiðtogafundur NATO haldinn í maí

Trump tók á móti Merkel, kanslara Þýskalands, í Hvíta húsinu …
Trump tók á móti Merkel, kanslara Þýskalands, í Hvíta húsinu fyrir skömmu. AFP

Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins munu hittast í Brussel 25. maí. Þetta verður fyrsti leiðtogafundurinn síðan Donald Trump var kjörinn Bandaríkjaforseti en hann hefur gagnrýnt stofnunina harðlega.

Að sögn talsmanns NATO verður rætt um „hlutverk bandalagsins í baráttunni gegn hryðjuverkum, mikilvægi aukins fjármagns til varnarmála og að byrðum verði deilt á sanngjarnari hátt“.

Trump skapaði usla í Evrópu þegar hann sagði að NATO væri úrelt stofnun sem hefði mistekist að takast á við ógn af völdum íslamskra öfgasamtaka.

Trump hefur einnig sakað Þjóðverja um að skulda NATO „gífurlegar fjárhæðir“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert