Dylan mun hitta Nóbelsakademíuna

Bob Dylan heldur tvenna tónleika í Stokkhólmi um helgina og …
Bob Dylan heldur tvenna tónleika í Stokkhólmi um helgina og nýtir ferðina til að hitta Nóbelsakademíuna. AFP

Tónlistargoðsögnin Bob Dylan mun hitta sænsku Nó­belsaka­demí­una um helgina og taka þar á móti bókmenntaverðlaunum Nóbels sem hann hlaut á síðasta ári en hefur raldrei tekið formlega á móti. 

„Góðu fréttirnar eru þær að Nóbelsakademían og Bob Dylan hafa ákveðið að hittast um helgina. Akademían mun síðan afhenda Dylan verðlaunaskjalið og Nóbel-medalíuna og óska honum til hamingju með bókmenntaverðlaun Nóbels,“ skrifar Sara Danius rit­ari sænsku aka­demí­unn­ar í blogg­færslu í dag.

Dyl­an ætl­ar að halda tón­leika tvenna tónleika í Stokkhólmi, á laugardaginn og sunnudaginn og svo í Lundi 9. apríl. Orðróm­ur hafði verið uppi um að hann muni jafn­vel flytja er­indi sitt í Svíþjóðar­heim­sókn­inni en samkvæmt BBC er sú ekki raunin heldur mun Dylan senda frá sér upptöku af erindi.

Fyrr í vikunni varaði akademían Dylan við því að frest­ur­inn til þess að sækja verðalauna­féð renni út 10. júní. Dyl­an hlaut að laun­um átta millj­ón­ir sænskra króna, sem jafn­gild­ir 100 millj­ón­um ís­lenskra króna fyrir að vinna verðlaunin.  Til þess að geta fengið pen­ing­ana af­henta þarf hand­hafi Nó­bels­verðlaun­anna að flytja fyr­ir­lest­ur inn­an sex mánaða frá form­legri af­hend­ingu verðlaun­anna 10. des­em­ber, dag­inn sem Nó­bels­verðlaun­in eru form­lega af­hent á fæðing­ar­degi Al­freðs Nó­bel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert