Hætta að auglýsa í þætti Bill O’Reilly

Bill O'Reilly.
Bill O'Reilly. AFP

Þáttur Bill O’Reilly, sem er vinsælasti þátturinn á sjónvarpsstöðinni Fox News, á undir högg að sækja á auglýsingamarkaði þar sem tólf fyrirtæki hafa hætt að auglýsa í þættinum eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni í garð fimm kvenna.

Um er að ræða bílaframleiðendurna Mercedes-Benz, Hyundai, BMW og Mitsubishi auk T Rowe Price, Credit Karma, Allstate, Sanofi, GlaxoSmithKline, Ainsworth, Untuckit og Constant Contact.

Fyrirtækin kynntu ákvörðun sína í kjölfar fréttar New York Times um helgina um að O’Reilly og starfsmaður hans hefðu greitt fimm konum 13 milljónir Bandaríkjadala í sátt í máli um óviðeigandi hegðun hans í garð kvennanna.

Þetta kemur fram í frétt Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert