Einn handtekinn í tengslum við árásina

Starfsmenn rannsóknardeildar eru enn að störfum á vettvangi.
Starfsmenn rannsóknardeildar eru enn að störfum á vettvangi. AFP

Sænska lögreglan hefur handtekið mann í tengslum við árásina í Stokkhólmi í dag. Þetta kom fram á fréttavef sænska dagblaðsins Aftonbladet nú fyrir skömmu, segir á vefnum að maðurinn hafi verið handtekinn í Märsta, einu úthverfa borgarinnar, og á hann að hafa játað sig sekan af árásinni.

Lög­regl­an í Stokk­hólmi lýsti eft­ir manni í tengsl­um við árás­ina fyrr í dag. Maður­inn er klædd­ur svartri hettupeysu og græn­um jakka. Ekki hefur enn verið gefið upp hvort það sé maðurinn sem búið er að handtaka.

Þá segir á vef sænska ríkissjónvarpsins að tala látinna sé nú komin upp í fjóra eftir að einn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag. 15 eru sagðir hafa slasast í árásinni og í skelfingunni sem greip um sig í kjölfar þess að árásarmaðurinn ók flutningabíl inn í mann­fjölda fyr­ir fram­an Åhléns City-versl­un­ar­miðstöðina í miðborg Stokk­hólms. Áður hafði verið greint frá því að þrír hið minnsta hefðu farist og 8 slasast í árásinni.

Maðurinn sem lýst er eftir.
Maðurinn sem lýst er eftir. Ljósmynd/Lögreglan í Stokkhólmi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert