90 vígamenn féllu í árásinni

Afgönsk yfirvöld segja að níutíu vígamenn Ríkis íslams hafi látist í árás Bandaríkjahers í Nangarhar-héraði á skírdag. Um er að ræða stærstu sprengju í vopnabúri Bandaríkjahers fyrir utan kjarnorkusprengjur.

Árásin vakti upp meðal ráðamanna víða um heim enda ekki varað við henni fyrirfram. Gagnrýnendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fordæma árásina og segja að með árásinni hafi herinn verið að gera tilraunir á vígahópi sem ekki er talið stafa jafn mikil ógn af og af talibönum. 

Sprengjan hæfði felustað vígamanna og segja yfirvöld að 90-92 vígamenn hið minnsta hafi fallið í árásinni og er það mun hærri tala en áður hafði verið gefin upp. Engir almennir borgarar létust en þúsundir íbúa á svæðinu eru löngu flúnir undan vígamönnunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert