Ástralar herða innflytjendalöggjöfina

Frá Sydney í Ástralíu.
Frá Sydney í Ástralíu. AFP

Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á áströlsku innflytjendalöggjöfinni en þarlend stjórnvöld hafa stigið skref til að gera fólki töluvert erfiðara um vik að öðlast ástralskan ríkisborgararétt.

Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segir að allir sem muni sækjast eftir ríkisborgararétti þurfi að taka þyngri próf í ensku og sýna fram á að viðkomandi hafi áströlsk gildi að leiðarljósi. 

Þá þurfa þeir að hafa haft fast búsetu í Ástralíu í fjögur ár en áður nægði að hafa fasta búsetu í landinu í eitt ár. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld hertar reglur um vegabréfsáritun fyrir erlenda starfsmenn.

Turnbull segir að breytingarnar muni tryggja það að innflytjendur eigi betur með að aðlagast áströlsku samfélagi. 

„Það er mikilvægt að þeir átti sig á því að þeir eru að skuldbinda sig að áströlskum gildum,“ segir ráðherrann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert