„Hið eiginlega stríð er rétt að hefjast“

Julian Assange ávarpar viðstadda af svölum sendiráðs Ekvador í Lundúnum.
Julian Assange ávarpar viðstadda af svölum sendiráðs Ekvador í Lundúnum. AFP

„Hið eiginlega stríð er rétt að hefjast,“ sagði Julian Assange á svölum sendiráðs Ekvador í Lundúnum nú fyrir stundu. Sænska ákæruvaldið hefur látið niður falla kynferðisbrotarannsókn gegn Assange en í Bandaríkjunum stendur yfir sakarannsókn gegn honum vegna birtingar Wikileaks á þúsundum bandarískra leyniskjala.

Assange sagði tíðindi dagsins mikinn sigur og sagðist vonast til þess að „óhjákvæmileg“ rannsókn á því sem hefði átt sér stað snérist ekki eingöngu að honum, þar sem varðhald og framsal án ákæru væri að verða norm innan Evrópusambandsins.

Þá þakkaði hann Ekvador og ekvadorsku þjóðinni en hann hefur dvalist í sendiráði landsins í Lundúnum í fimm ár. „Ég vil þakka Ekvador, þjóðinni og hæliskerfinu. Þeir hafa staðið við hælisveitingu mína undir gríðarlegum þrýstingi.“

Assange kom einnig inn á lausn Chelsea Manning úr fangelsi vestanhafs og sagði það mun meiri sigur en hann sjálfur vann í dag.

Þá sagði hann lagalegum raunum sínum langt í frá lokið. „Hið eiginlega stríð er rétt að hefjast,“ sagði hann. Vegferðin væri langt í frá á enda.

„Lögmenn mínir hafa haft samband við bresk yfirvöld og við vonumst til að eiga samræður við þau um bestu leiðina fram á við. Að einhverju marki hefur Bretland verið misnotað af þeim framgangsmáta sem það gekkst undir í Evrópusambandinu, þar sem það samþykkti að framselja fólk án ákæru.

Þetta er að einhverju leiti staða sem Bretland hefur verið tilneytt til að taka. Og fyrsta hluta þess er lokið. Bretland hafnar á þessum tíma að staðfesta eða neita því hvort bandarísk handtökuskipun er í gildi á hinu breska yfirráðasvæði.

Á sama tíma og afar ógnandi ummæli hafa verið viðhöfð í Bandaríkjunum er ég reiðubúinn til að eiga í samræðum um það sem hefur átt sér stað.“

Assange hefur löngum haldið því fram að bandarísk stjórnvöld séu á höttunum eftir sér og það virðist hafa fengist staðfest með orðum Jeff Sessions, núverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í apríl að handtaka Assange væri forgangsmál.

Varðandi dvöl sína í sendiráðinu, sem enn sér ekki fyrir endann á, sagðist hann hvorki myndu gleyma né fyrirgefa, síst af öllu að hafa misst af því að sjá börnin sín vaxa úr grasi.

Hér má finna beina lýsingu Guardian frá sendiráðinu í Ekvador.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Hillusamstæða
Hillusamstæða 28 ára gömul hillusamstæða til sölu, var keypti í Heimilisprýði á...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...