Wikileaks - Julian Assange

Forgangsmál að handtaka Assange

21.4. Forgangsmál er að hafa hendur í hári Julians Assange, stofnanda uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, að mati bandarískra stjórnvalda. Þetta sagði Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Sagði ráðherrann að aukin áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að trúnaðargögn lækju úr stjórnkerfi landsins. Meira »

CIA „algjörlega getulaus“

9.3. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sakar bandarísku leyniþjónustuna, CIA, um „algjört getuleysi“ fyrir að geyma leynilegar upplýsingar um tölvunjósnir á einum stað. Meira »

Assange afhendir lífsýni

29.11. Breska lögreglan hefur fengið lífsýni úr stofnanda WikiLeaks, Julian Assange, að beiðni ríkissaksóknara Svíþjóðar. Lífsýnið verður notað í rannsókninni á því hvort Assange hafi gerst sekur um nauðgun í Svíþjóð. Meira »

Ekki upplýst um yfirheyrslurnar

15.11. Yfirheyrslum yfir Julian Assange vegna ásakana um nauðgun er lokið. Þær stóðu í tvo daga og fóru fram í sendiráði Ekvador í Lundúnum, þar sem Assange hefur dvalið síðan 2012. Samkvæmt sænska ákæruvaldinu verður ekki uppýst um niðurstöður yfirheyrslnanna að svo stöddu. Það mun nú taka stöðuna og taka afstöðu til þess hvort rannsókn málsins verður haldið áfram. Meira »

Assange meinað að fara í jarðarför

28.10. Sænska saksóknaraembættið hefur hafnað beiðni Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, um að handtökuskipun á hendur honum verði sett á bið svo hann geti yfirgefið sendiráð Ekvadors í London og farið í jarðarför. Meira »

Neita aðild að netleysi Assange

18.10. Bandarísk stjórnvöld hafa neitað ásökunum Wikileaks þess efnis að þau hafi farið þess á leit við yfirvöld í Ekvador að þau neituðu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, um aðgengi að internetinu. Assange dvelur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Meira »

Assange áfram eftirlýstur

16.9. Handtökuskipun sænskra yfirvalda á hendur stofnanda WikiLeaks, Julian Assange, er áfram í gildi, samkvæmt niðurstöðu áfrýjunardómstóls í Svíþjóð. Meira »

Heimildarmynd kveikjan að blaðamannafundi

8.9. Áfrýjunardómstóll í Svíþjóð mun á föstudag ákveða hvort handtökuskipun á hendur Julian Assange verði felld niður eða endurnýjuð. Sænska ríkissjónvarpið sýndi í gær þátt um mál Assange og er meðal annars rætt við Ögmund Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, um rannsókn FBI á Assange. Meira »

Dómstóll staðfestir handtökuskipunina

25.5. Dómstóll í Stokkhólmi hefur ákveðið að viðhalda evrópskri handtökuskipun á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en lögmaður hans hafði farið fram á að hún yrði ógilt. Handtökuheimildin tengist nauðgun sem Assange hefur verið sakaður um. Meira »

Fellur ekki frá rannsókn á nauðgun

9.2.2016 Ríkissaksóknari Svíþjóðar, Marianne Ny, mun ekki falla frá rannsókn á meintri nauðgun Julian Assange, stofnanda Wikileaks, þrátt fyrir niðurstöðu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um að hann eigi að ganga frjáls ferða sinna. Meira »

Þrjú og hálft ár í sendiráðinu

5.2.2016 Nýútgefin skýrsla SÞ er nýjasti vinkillinn í máli þar sem tæknivæddir aðgerðasinnar hafa lengi barist gegn ofurefli yfirvalda. Mitt í hringiðunni er Ástralinn Julian Assange, sem hefur búið í þrjú og hálft ár í sendiráði Ekvadors í London, þar sem hann forðast handtöku af hálfu bresku lögreglunnar. Meira »

Ber skylda að handtaka Assange

4.2.2016 Bresku lögreglunni ber skylda til þess að handtaka stofnanda Wikileaks, Julian Assange, ef hann yfirgefur sendiráð Ekvador í Lundúnum. Þetta segir talsmaður ríkisstjórnar Bretlands í samtali við AFP fréttastofuna. Meira »

Assange gefur sig jafnvel fram á morgun

4.2.2016 Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, segir að hann muni gefa sig fram við lögreglu í Bretlandi á morgun ef sérstakur dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna kemst að þeirri niðurstöðu að honum hafi ekki verið haldið með ólöglegum hætti. Meira »

Assange verður yfirheyrður

13.1.2016 Stjórnvöld í Ekvador hafa tilkynnt að þau hyggist vinna með yfirvöldum í Svíþjóð, sem hafa formlega óskað eftir því að yfirheyra Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann dvelur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Meira »

Svíar fá að yfirheyra Assange

13.12.2015 Yfirvöld í Svíþjóð og Ekvador hafa skrifað undir samkomulag sem mun veita sænskum saksóknurum heimild til að yfirheyra stofnanda Wikileaks, Julian Assagne, í sendiráði Ekvador í London. Assange var kærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Meira »

Moreno nýkjörinn forseti Ekvador

3.4. Sósíalistinn Lenin Moreno sagðist „forseti allra Ekvadora“ eftir að ljóst varð að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Ekvador sem fram fóru í dag. Keppninautur hans, íhaldsmaðurinn Guillermo Lasso, hefur borið við kosningasvikum og segist munu berjast áfram. Meira »

Óttast hleranir og skilur símann eftir

9.3. Rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov segist ekki taka snjallsímann með sér þegar hann þarf að ræða viðkvæm málefni. Hann óttast að verða fórnarlamb tölvuþrjóta. Meira »

Vilja tryggingu fyrir því að Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna

17.11. Stjórnvöld í Ekvador hafa farið fram á að fá fullvissu fyrir því að Julian Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna ef hann yfirgefur sendiráð Ekvador í Lundúnum. Haft er eftir utanríkisráðherranum Guillaume Long að hann hafi farið þess á leit við bresk og sænsk stjórnvöld. Meira »

Munu óska eftir lífsýni úr Assange

7.11. Julian Assange verður yfirheyrður í næstu viku vegna áskana um nauðgun. Sænsk yfirvöld hafa freistað þess að ná tali af Wikileaks-stofnandanum, sem hefst við í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Meira »

Stjórnvöld í Ekvador lokuðu á netið

19.10. Stjórnvöld í Ekvador segjast hafa lokað á netaðgang Julians Assange, stofnanda WikiLeaks, sem dvelur í sendiráði Ekvadors í London. Meira »

Birta gögn tengd forsetakosningunum

4.10. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, greindi frá því í dag að WikiLeaks muni á næstu vikum birta milljónir skjala sem tengjast kosningunum í Bandaríkjunum og yfirvöldum þriggja ríkja. Assange neitar að birtingu skjalanna sé ætlað að koma höggi á Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Meira »

Assange yfirheyrður 17. október

14.9. Saksóknarar frá Ekvador og Svíþjóð munu yfirheyra Julian Assange hinn 17. október næstkomandi, í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Yfirheyrslan verður framkvæmd af fulltrúa Ekvador en sænski yfirsaksóknarinn Ingrid Isgren og rannsóknarlögreglumaður verða viðstödd og mega spyrja spurninga í gegnum kollega sinn. Meira »

Assange verður yfirheyrður í Lundúnum

11.8. Sænskir saksóknarar munu yfirheyra Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvadors í Lundúnum. Þar hefur hann dvalið í meira en fjögur ár. Meira »

Cameron vill Assange úr sendiráðinu

10.2.2016 Julian Assange ætti að yfirgefa sendiráð Ekvador í Lundúnum og binda enda á „þessa sorgarasögu“, sagði David Cameron forsætisráðherra Breta á breska þinginu í dag. Hann sagði niðurstöðu nefndar Sameinuðu þjóðanna „fáránlega“. Meira »

„Hve sætur hann er!“

5.2.2016 Brosandi og með pírð augu gegnt dagsbirtunni ávarpaði stofnandi WikiLeaks, Julian Assange, stuðningsmenn sína og fjölmiðla frá svölum sendiráðs Ekvador í dag eftir að nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að hann sætti ólögmætu varðhaldi. Meira »

Mun krefjast þess að verða frjáls ferða sinna

5.2.2016 Julian Assange mun í dag fara fram á að yfirvöld í Svíþjóð og Bretlandi lyfti ógnum um handtöku þannig að honum verði kleift að yfirgefa sendiráð Ekvador í Lundúnum, þar sem hann hefur dvalið í þrjú og hálft ár. Meira »

Niðurstaðan Assange í vil

4.2.2016 Sérstakur dómstóll Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað í máli Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og samkvæmt heimildum BBC er niðurstaðan Assange í vil. Meira »

Assange yfirheyrður á næstu dögum

20.1.2016 Julian Assange verður yfirheyrður af sænskum saksóknurum á næstu dögum í sendiráði Ekvador í London. AFP hefur þetta eftir forseta Ekvador, Rafael Correa. Sænsk yf­ir­völd vilja yf­ir­heyra Assange vegna nauðgun­ar­kæru frá ár­inu 2010. Meira »

Sendu formlega beiðni vegna Assange

13.1.2016 Ríkissaksóknari Svíþjóðar hefur formlega beðið Ekvador um leyfi til að fá að yfirheyra Julian Assange vegna nauðgunar. Samkomulag þessa efnis var undirritað í desember síðastliðnum. Ekki er vitað hvenær saksóknari má búast við svari. Meira »

Wikileaks hyggjast birta pósta Brennan

21.10.2015 Samtökin Wikileaks hafa komist yfir AOL tölvupósta John Brennan, æðsta yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, og hyggjast birta þá innan skamms. Þetta tilkynntu samtökin á Twitter í dag. Meira »