Helga, Ástþór og Eiríkur þurftu fleiri meðmæli

Eiríkur Ingi Jóhansson, Ástþór Magnússon og Helga Þórisdóttir hafa frest …
Eiríkur Ingi Jóhansson, Ástþór Magnússon og Helga Þórisdóttir hafa frest til kl. 17 á sunnudag. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Landskjörstjórn er búin að fara yfir meðmælalista forsetaframbjóðenda. Þrír frambjóðendur hafa fengið frest til þess að bæta við sig undir­skriftum: Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir og Eiríkur Ingi Jóhansson.

Frambjóðendur hafa frest til kl. 17 á morgun, sunnudag. Eins og mbl.is greindi frá í dag þarf Eiríkur Ingi Jó­hans­son frambjóðandi 15 meðmæl­end­ur til viðbót­ar úr Sunn­lend­inga­fjórðungi.

Þá vantar Ástþór Magnússon einnig meðmæli í Sunnlendingafjórðungi. Helgu Þórisdóttur vantar einnig undirskriftir bæði í Vestfirðingafjórðungi og Sunnlendingafjórðungi. Þetta má sjá á Íslandi.is.

Alls skiluðu þrettán frambjóðendur meðmælalista til landskjörstjórnar á föstudag. 

Áður stóð að frambjóðendur hefðu skilað inn framboðum síðan á fimmtudag, hið rétta er að þeir gerðu það á föstudag, 26. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert