Fjögurra bíla árekstur

Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Ljósmynd/Aðsend

Fjögurra bíla árekstur varð í Ártúnsbrekku fyrir skömmu og voru miklar umferðartafir í kjölfarið. 

Þetta staðfestir Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Hann segir að um sé að ræða aftanákeyrslu skammt frá Húsgagnahöllinni.

Segir Stefán ekki um alvarlegt slys að ræða en að sjúkrabíll hafi verið sendur á vettvang. Hann veit þó ekki til þess að neinn hafi verið fluttur á sjúkrahús.

Hann segir miklar umferðartafir vegna slyssins þar sem aðeins ein akrein sé opin eins og er en að unnið sé hörðum höndum að því að opna allar akreinarnar á ný.

Uppfært 18:31 

Búið er að fjarlægja bílana og opna allar akreinarnar á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert