Spánverjinn með neglu (myndskeið)

Spánverjinn Adama Traoré skoraði fyrsta mark Fulham í útisigri liðsins á Luton, 4:2, í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í Luton í dag. 

Adama Traoré kom Fulham yfir með frábæru marki. Raúl Jiménez bætti síðan við tveimur mörkum og Harry Wilson einu fyrir Fulham. Mörk Luton skoruðu Carlton Morris og Alfie Doughty. 

Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert