20.000 manns mótmæltu fóstureyðingum

AFP

Um 20.000 manns söfnuðust saman í Króatíu í dag og mótmæltu fóstureyðingum, þar af 15.000 í höfuðborginni Zagreb. Mótmælendur héldu á skiltum þar sem m.a. stóð „Veljið líf“ og „Líf er alltaf gjöf“. Þá voru einhverjir stuðningsmenn fóstureyðinga á svæðinu og báru skilti þar sem m.a. stóð að mótmælin í dag tröðkuðu á réttindum kvenna. Lögregla handtók tugi manns sem mótmæltu mótmælunum og reyndu að hindra för þeirra sem tóku þátt.

Samkvæmt króatískum lögum sem voru samþykkt 1978 eru fóstureyðingar löglegar í Króatíu fram að tíundu viku meðgöngu. Í mars neitaði Stjórnarskrárréttur landsins að svara köllum frá hópum studdum af kaþólsku kirkjunni í landinu um að banna fóstureyðingar í landinu en fyrirskipaði að þingið ætti að setja ný lög um málið innan tveggja ára.

Að sögn skipuleggjenda mótmælanna er markmið þeirra að leggja áherslu á þá virðingu sem á að sýna öllu lífi, frá getnaði til dauða.

Stuðningsmenn réttinda kvenna komu sér fyrir við mótmælin í Zagreb.
Stuðningsmenn réttinda kvenna komu sér fyrir við mótmælin í Zagreb. AFP
Nokkrir voru handteknir fyrir að reyna að hindra för mótmælendanna.
Nokkrir voru handteknir fyrir að reyna að hindra för mótmælendanna. AFP
AFP
Kvenréttindakonur- og menn stilltu sér upp og reyndu að hindra …
Kvenréttindakonur- og menn stilltu sér upp og reyndu að hindra för mótmælagöngunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert