Fjórir fórust á Everest um helgina

Frá Everest.
Frá Everest. AFP

Ind­verski fjallagarp­ur­inn Ravi Kum­ar, sem veiktist og týndist á laugardag á leið niður af Everest, er látinn. Fjórir fjallgöngumenn hafa þar með farist á fjallinu um helgina. Alls hafa sex manns látið lífið á fjallinu frá því í vor. 

Kumar féll þegar hann var í 8.200 metra hæð og lét lífið, samkvæmt leiðsögumanninum Dinesh Bhatt­arai. 

Kumar náði tindi Everest klukkan 13.28 á laugardag. Fararstjórinn hans frá Nepal fannst meðvit­und­ar­laus skammt frá búðum fjög­ur og var hann tölu­vert mikið kal­inn þegar hann fannst. 

Kumar hafði orðið viðskila við fararstjórann á leiðinni niður.

„Líkurnar á því að hann finnist á lífi eru litlar,“ sagði Ang Tser­ing Sherpa, for­seti Fjall­göngu­sam­bands Nepals, áður en Kumar fannst í morgun. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá björg­un­ar­sveit­um sem starfa á og við Ev­erest er helg­in ein sú mann­skæðasta á fjall­inu í tvö ár. Öll dauðsföll­in nú um helg­ina má rekja til háfjalla­veiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert