200 féllu útbyrðis

AFP

Að minnsta kosti tuttugu flóttamenn drukknuðu, þar á meðal lítil börn, í morgun þegar yfirhlaðið skip sökk á Miðjarðarhafi. 

Að sögn talsmanns ítölsku strandgæslunnar er ástandið skelfilegt. Um 200 flóttamenn féllu útbyrðis og þegar hafa fundist 20 lík í sjónum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir.

Í gær var yfir 1.550 flóttamönnum bjargað á nokkrum bátum sem voru á  leið frá Líbýu til Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert