Vel fór á með Trump og páfa

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hitti Frans páfa að máli í Páfagarði í morgun. Vel fór á með þeim, að minnsta kosti opinberlega, en þeir hafa ítrekað tekist á enda ósammála um fleiri hluti en þá sem þeir eru sammála um.

Fundur þeirra stóð yfir í tæpan hálftíma og hófst hann með því að þeir tókust í hendur og brostu fyrir framan myndavélar fjölmiðla. Trump heyrðist segja: Þakka þér fyrir og það er mikill heiður að vera hér.

Frans páfi var mun alvarlegri í bragði en var mun glaðlegri að fundi loknum heldur en þegar þeir gengu inn í herbergið. Fundurinn var ákveðinn með litlum fyrirvara og voru gerðar breytingar á dagskrá páfa svo Trump gæti hitt hann einslega. 

Mennirnir tveir hafa tekist á um ýmsa hluti. Svo sem dauðarefsingar og vopnaviðskipti en þeir eru sammála um eitt – fóstureyðingar. Jafnframt hafa þeir deilt um flóttafólk, frjálshyggju og loftslagsmál.

Trump mun ræða við forseta Ítalíu og forsætisráðherra í dag en Melania eiginkona hans mun heimsækja barnaspítala í Róm. Ivanka Trump mun ræða við félaga í St Egidio-trúarhreyfingunni um flóttafólk og mansal í dag.

Frá Róm fer Trump ásamt föruneyti til Brussel þar sem hann á fundi með leiðtogum Evrópusambandsins og NATO. Síðdegis á morgun kemur hann aftur til Ítalíu, nú á fund leiðtoga G7-ríkjanna á Sikiley.

Það fór nú bara vel á með þeim Donald Trump ...
Það fór nú bara vel á með þeim Donald Trump og Frans páfa í morgun. AFP
Ivanka Trump og Melania Trump ásamt Frans páfa.
Ivanka Trump og Melania Trump ásamt Frans páfa. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HANDRIÐ _ SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK-síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
Útihurðir
Nr 1. lengd 195.5cm x breidd 69cm x Tvöfalt gler. Án karms, vinstri opnun, litur...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
ÚTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...