Samskiptastjóri Trump segir upp

Donald Trump er sagður hafa í hyggju að hrista upp …
Donald Trump er sagður hafa í hyggju að hrista upp í starfsmannamálum Hvíta hússins. AFP

Michael Dubke, samskiptastjóri Hvíta hússins, hefur sagt upp störfum. Kellyanne Conway, einn ráðgjafa Donald Trump, staðfesti í dag að Dubke hefði tilkynnt um uppsögn sína áður en forsetinn hélt utan fyrr í mánuðinum.

Fregnir hafa borist af því að Trump hafi í hyggju að hrista upp í starfsmannamálum Hvíta hússins. Þykir líklegt að fjölmiðlafulltrúinn Sean Spicer verði fluttur til, að því er Guardian greinir frá.

Conway sagði í samtali við Fox News í dag að Dubke hefði verið skýr um að hann hygðist sinna starfinu á meðan Trump væri erlendis og jafnvel lengur.

Trump tók hins vegar almannatengslin í eigin hendur í morgun, líkt og oftsinnis áður; sagði rússneska embættismenn líklega skemmta sér konunglega á kostnað Bandaríkjanna og gagnrýndi Þýskaland fyrir framlög ríkisins til Atlantshafsbandalagsins, svo eitthvað sé nefnt.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert