Giftist látnum lögreglumanni

Etienne Cardiles flytur ræðu á minningarathöfn um Xavier Jugele.
Etienne Cardiles flytur ræðu á minningarathöfn um Xavier Jugele. AFP

Kærasti samkynhneigðs lögreglumanns sem var skotinn til bana af öfgamanni á breiðgötunni Champs-Elysees í París hefur gifst honum.

Þetta kom fram í blaðinu Le Parisien.

Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, og Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, voru viðstödd brúðkaup hins sáluga Xavier Jugele og Etienne Cardiles.

Jugele, 37 ára, var skotinn til bana við skyldustörf 20. apríl, þremur dögum áður en fyrri umferðin í forsetakosningunum fór fram.

Hann hafði barist fyrir réttindum samkynhneigðra innan lögreglunnar.

Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands.
Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands. AFP

Jugele var fimmti lögreglumaðurinn sem var drepinn af íslömskum öfgamönnum í árásum í Frakklandi þar sem yfir 230 manns hafa látist víðsvegar um landið síðan í janúar 2015.

Hollande veitti honum æðstu heiðursorðu Frakklands eftir dauða hans.

Stuttu eftir dauða Jugele kom í ljós að hann hafi verið á meðal þeirra fyrstu sem mættu á vettvang eftir hryðjuverkaárásina í Bataclan-höllinni í París í nóvember 2013 þar vígamenn Ríkis íslams myrtu 90 tónleikagesti.

Hann sneri aftur í höllina ári síðar þegar hún opnaði aftur vegna tónleika Sting. Þar sagði hann við fréttamann BBC að hann vildi „fagna lífinu og segja „nei“ við hryðjuverkum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert