Beittu fréttaljósmyndara ofbeldi

Mótmælin eru fjölmenn í Venesúela.
Mótmælin eru fjölmenn í Venesúela. AFP

Þjóðvarðlið Venesúela réðst á blaðamenn og ljósmyndara þegar þeir hugðust greina frá og taka myndir af  mótmælum gegn Nicolas Maduro forseta landsins og ríkisstjórn hans í gær. Luis Robay, ljósmyndari AFP,  var einn af þeim sem hermenn beittu ofbeldi og reyndu að koma í veg fyrir að hann tæki myndir af átökum milli mótmælenda og hermanna í höfuðborg­inni Caracas.

„Hermennirnir keyrðu að mér á mótorhjólum og slógu mig í höfuðið nokkrum sinnum og  hrintu mér og í götuna svo ég féll. Þeir lyftu mér upp á skotheldu vesti sem ég var í þar til ég missti myndavélina í jörðina,“ sagði Robay við AFP.

Robay var með gasgrímu fyrir vitum sér og reyndu hermennirnir að rífa hana af honum. Hann var handtekinn og beðinn um að hætta að taka myndir og var látinn laus eftir það. Allar eigur hans voru gerðar upptækar sem og farartækið sem hann var á.

Að minnsta kosti 60 manns hafa látið lífið í mótmælunum.
Að minnsta kosti 60 manns hafa látið lífið í mótmælunum. AFP

Ekkert lát á mótmælunum

Að minnsta kosti tveir ljósmyndarar frá öðrum fjölmiðlum hlutu einnig sömu útreið.  

Mótmælin hafa stigmagnast í Venesúela undandfarna tvo mánuði. Að minnsta kosti 60 manns hafa látið lífið í mótmælunum.

AFP

Maduro sakar stjórnarandstöðuna um að skipuleggja valdarán

Stjórn­ar­andstaðan í Venesúela efn­ir til dag­legra mót­mæla­funda þar sem þess er kraf­ist að Maduro láti af völd­um. Seg­ir hún efna­hagskrepp­una í Venesúela og skort á mat­væl­um, lyfj­um og öðrum nauðsynj­um vera for­set­an­um að kenna.

Maduro sak­ar stjórn­ar­and­stöðuna aft­ur á móti um að leggja á ráðin um vald­arán gegn sér með stuðningi banda­rískra stjórn­valda og seg­ir krepp­una vera kapí­talískt sam­særi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert