„Ég er fokking Millwall!“

Larner var illa leikinn eftir árás mannanna.
Larner var illa leikinn eftir árás mannanna. Mynd tekin af Facebook

Fífldjarfur stuðningsmaður enska fótboltaliðsins Millwall, sem tókst einn síns liðs á við alla þrjá árásarmennina sem stóðu að hryðjuverkinu í Lundúnum á laugardag, hefur hlotið viðurnefnið „Ljónið á Lundúnabrúnni“ fyrir hugrekki sitt.

Maðurinn, sem heitir Roy Larner og er 47 ára, sat að sumbli á kránni Black & Blue þegar hryðjuverkamennirnir ruddust inn. Hélt hann þeim í skefjum svo að aðrir gætu flúið, en hlaut fyrir það mikil sár af þeirra völdum.

Kölluðu þeir samtímis „Íslam, íslam,“ og „Þetta er fyrir Allah“. Ekki stóð þó á svari Larners sem kallaði á móti „Ég er fokking Millwall!!“

Þetta kemur fram í umfjöllun breska miðilsins Telegraph, en Larner var samtals stunginn átta sinnum áður en mennirnir yfirgáfu krána.

Í samtali við The Sun segir Larner: „Þeir voru með þessa löngu hnífa og byrjuðu að kalla eitthvað um Allah. Svo var það „Íslam, íslam, íslam“. Og eins og hálfviti öskraði ég til baka á þá. [...] Ég steig nokkur skref aftur á bak og sagði svo [á frummálinu] „Fuck you, I'm Millwall.“ Þá réðust þeir á mig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert