Þriðji Frakkinn fannst látinn

Árásirnar í London voru gerðar á laugardagskvöld.
Árásirnar í London voru gerðar á laugardagskvöld. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur staðfest að þriðji franski ríkisborgarinn er látinn eftir hryðjuverkaárásirnar í London um síðustu helgi.

Líkið fannst í ánni Thames.

„Við fengum upplýsingar um annað dauðsfall í morgun. Þrír hafa dáið og átta særst frá Frakklandi,“ sagði Macron.

Hann bætti við að árásirnar hafi verið Frökkum afar þungbærar.

Fyrr í morgun var greint frá því að annar Frakki hafi látist í árásunum.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert