Tólf látnir og 39 særðir í Íran

Íranska lögreglan skammt frá þinghúsinu.
Íranska lögreglan skammt frá þinghúsinu. AFP

Tólf manns hafa fundist látnir og 39 eru særðir eftir árásirnar tvær sem voru gerðar í þinghúsi Írans og grafhýsi trúarleiðtogans Ruhollah Khomeini í morgun. Þetta sagði Pir Hossein Kolivand sem hefur yfirumsjón með björgunarstarfi.  

Að sögn Kolivand er björgunarstarfinu ekki lokið.  

Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt árásirnar og óska þau eftir betra samstarfi í baráttunni gegn samtökunum Ríki íslams, sem hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér.

„Moskva fordæmir þessar hryðjuverkaárásir,“ sagði talsmaður ríkisstjórnar Rússlands.

„Áframhald slíkra árása eykur þörfina á samhæfðum aðgerðum til að berjast gegn hryðjuverkum og Ríki íslams.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert