Corbyn skorar á May að segja af sér

Theresa May fyrir utan kjörstað í Maidenhead í nótt.
Theresa May fyrir utan kjörstað í Maidenhead í nótt. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, á að segja af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokks hennar í þingkosningunum. Þetta segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins.

Sagði hann May hafa „misst þingsæti Íhaldsflokksins, misst atkvæði, misst stuðning og misst traust. Ég hefði haldið að það væri nóg til að fara,“ sagði Corbyn eftir að hann hafði verið endurkjörinn með yfirburðum í kjördæmi sínu, Norður-Islington í Lundúnum.

Jeremy Corbyn í Norður-Islington í nótt.
Jeremy Corbyn í Norður-Islington í nótt. AFP

Jafnstaðföst og áður

May segir aftur á móti að landið þurfi á stöðugleika að halda.

„Og ef svo fer sem horfir, að Íhaldsflokkurinn fái flest þingsæti og flest atkvæði, þá ber hann skyldu til að tryggja þann stöðugleika,“ sagði May í ræðu í kjördæmi sínu, Maidenhead, eftir að hún hafði verið endurkjörin sem þingmaður þess.

Hún sagði það í forgangi að ná réttlátum samningi við Evrópusambandið um brottgöngu Bretlands úr sambandinu og að gera það sem best geti reynst fyrir landið.

Hún ítrekaði þá að hún væri jafnstaðföst og áður. Var ekki að heyra á henni að Íhaldsflokkurinn væri að bíða þann ósigur sem útgönguspár og fyrstu tölur hafa gefið til kynna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert