Neitar að hafa fundað með Rússum

Jeff Sessions á fundinum.
Jeff Sessions á fundinum. AFP

Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur neitað því að hafa átt nokkra leynilega fundi með rússneskum embættismönnum.

Þetta kom fram á fundi hans með rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem er í beinni útsendingu á vef BBC.

Sessions sagði að fregnir um að hann hefði hugsanlega verið í leynimakki með Rússum væru „andstyggilegar lygar“.

Rannsókn nefndarinnar beinist að meintum tengslum náinna samstarfsmanna forseta Bandaríkjanna við rússneska embættismenn.

Sessions er með framburði sínum að svara framburði James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert