Trump ofsóttur af „vondu fólki“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist fórnarlamb nornaveiða.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist fórnarlamb nornaveiða. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er æfur vegna frétta af því að rannsókn sé hafin á því hvort hann hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar vegna hugsanlegra tengsla forsetaframboðs hans við stjórnvöld í Rússlandi. Segist hann fórnarlamb nornaveiða sem sé stýrt af „mjög vondu fólki“ samkvæmt frétt AFP.

„Þið eruð vitni að mestu nornaveiðum í bandarískri stjórnmálasögu,“ ritaði Trump meðal annars á Twitter-síðu sína. Trump hefur hins vegar ekki rætt ásakanirnar, sem mögulega gætu kostað hann forsetaembættið, efnislega. Trump segir að fyrst engar sannanir hafi fundist um tengsl hans við stjórnvöld í Rússlandi hafi verið skálduð saga um að hann hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar. 

Meint tengsl forsetaframboðs Trumps við rússneska ráðamenn eru bæði til rannsóknar hjá þingnefnd og alríkislögreglunni FBI. Rannsóknirnar beinast bæði að meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar á síðasta ári og mögulegum tengslum framboðs Trumps við rússneska ráðamenn.

Rannsókn sérstaks saksóknara snýst einkum um þá ákvörðun Trumps að reka James Comey úr starfi forstjóra FBI að því er fullyrt er í þeim tilgangi að reyna að stöðva rannsókn alríkislögreglunnar á málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
Mig vantar gott heimili
Ég er Gringo og er 5 ára gamall Labrador. Mig vantar nýja og góða eigendur. Vi...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Atvinna óskast
Starf óskast
Atvinna óskast Véliðnfræðingur / vél...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...