Skjálftinn skók afskekkt þorp

Frá þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi.
Frá þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson

„Þetta er ansi afskekkt þorp og það eru fáir sem fara þarna,“ segir Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur í samtali við mbl.is. Jón Viðar þekkir ágætlega til á Grænlandi og hefur komið í þorpið Nuugaatsiaq og þekkir svæðið þar í kring. Fjögurra er saknað eftir flóðbylgjuna sem varð við vesturströnd Grænlands í gærkvöldi.

Auk þess að hafa ferðast um Grænland og stundað gönguferðir um svæðið veit Jón Viðar einnig sitt hvaða um jarðfræði landsins.

„Þetta virðist vera skjálfti sem á upptök einhverja 30 kílómetra norðan við þorpið og það er ekki komið á hreint hvort að þetta var jarðskjálfti eða hvort að þetta sé bara berghlaup sem hefur fallið niður í sjó, það kemur þetta tvennt til greina,“ segir Jón Viðar.

Hann segir það nokkrum sinnum hafa gerst á Grænlandi að berghlaup falli úr bröttum hlíðum og niður til sjávar og þannig valdið flóðbylgjum. Hann ítrekar þó að enn séu fréttir óljósar og að ekki liggi ljóst fyrir hvað gerðist nákvæmlega að svo stöddu. „Það eru mjög óljósar fréttir af fólkinu í þorpinu Nuugaatsiaq, virðist vera að einhverjir hafi farist þarna,“ segir Jón Viðar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands fannst skjálft­inn ekki á mæl­um Veður­stof­unnar. Jarðskjálftasérfæðingur telur þó líklegt að hugsanlega sé um að ræða merki frá jökli, en svokölluð kelf­ing jök­uls getur gefið frá sér bylgj­ur að út­slagi sem sam­svari skjálfta allt að stærðinni fimm.

Frétt mbl.is: Telur Íslendinga ekki vera á svæðinu

Uppfært kl. 13:04

Nýjustu fregnir herma að níu manns séu slasaðir, þar af tveir alvarlega. Þeir fjórir einstaklingar sem er saknað eru sagðir hafa verið staddir í húsi sem varð flóðbylgjunni að bráð og skolaðist á haf út. Alls eru 11 hús í þorpinu eru sögð gjörónýt að því er fram kemur í grænlenskum fjölmiðlum. Ástandið er metið alvarlegt.

Myndum og myndböndum af því þegar flóðbylgjan skall á hefur verið dreift á samfélagsmiðlum en hér að neðan má sjá myndband sem Olina Angie K Nielsen deildi á Facebook.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6: 4 weeks...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...